Stillingar fyrir myndskilaboð (MMS)

Myndskilaboð (MMS)MMS stillingar eru fyrir myndskilaboð sem hægt er að senda á milli farsíma og yfir í tölvu. Einnig er hægt að senda texta, hljóð og/eða myndskeið. Símtækið þarf að styðja GPRS og MMS. Sendandi og móttakandi verða að hafa MMS-stillingar í símanum sínum til að móttaka skeytið. Einnig er hægt að senda MMS á netfang.


Áframsenda MMS-skeyti úr símanum

Þú getur vistað öll MMS-skeyti sem þú færð send á símanum þínum og svo sent þær myndir sem þú átt á aðra viðtakendur. Ef móttakandi er ekki með síma sem styður MMS-skilaboða þá fær viðkomandi SMS-skeyti sem vísar á slóð á siminn.is þar sem myndin er aðgengileg. Eftir að MMS skeyti er sent er hægt að skoða það einu sinni í 24 klst. svo er því eytt.

Skilatilkynning

Hægt er að virkja Skilatilkynningu í símanum þínum í valmyndinni fyrir skilaboðin og þannig sjá hvort skeytið hafi skilað sér. Í stillingum er valið Myndskilaboð eða Margmiðlunarskilaboð.

MMS til útlanda

Hægt er að senda MMS til útlanda ef móttakandi MMS skilaboða er með íslenskt númer. Ekki er hins vegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer. Hafa skal í huga að önnur verð gilda fyrir notkun á myndskilaboðum erlendis. Sjá útlandaverð.

Upplýsingar um tengingar

  • Nafn aðgangsstaðar (APN): mms.siminn.is
  • Heimasíða: http://mms.simi.is/servlets/mms
  • IP tala vefsels (proxy): 8080 (eldri WAP símar noti 9201)
  • Port númer vefsels (proxy): 213.167.138.200

Skýringarmynd1Skýringarmynd2