Næst netsamband í öllum herbergjum?
Það eru nokkrar einfaldar leiðir til að bæta netsambandið heima.
Staðsetning beinis
Best er að staðsetja beini miðsvæðis til að fá sem sterkasta merkið um húsið en í mörgum tilfellum getur verið betra að setja einnig upp auka þráðlausa senda eða endurvarpa um húsið til að bæta dreifingu á þráðlausa netinu um heimilið.
Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið. Einnig getur staðsetning beinis og tölvu átt hlut í sambandsleysinu.
Dæmi um það sem getur truflað sambandið
- Þráðlausir símar
- Aðrar þráðlausar tengingar
- Örbylgjuofnar
- Hreyfiskynjarar

Staðsetning endurvarpa
Endurvarpi þarf alltaf að vera staðsettur þannig að hann nái fullu þráðlausu merki frá beini eða vera snúrutengdur. Í íbúðum sem hafa fleiri en eina hæð er nánast alltaf þörf á endurvarpa. Þegar þrír endurvarpar eru notaðir getur verið betra að slökkva á þráðlausu neti beinisins og snúrutengja einn endurvarpann.

Internetviðskiptavinir njóta sérkjara á endurvörpum. Kynntu þér búnaðinn í vefverslun okkar.
