Notkun á talhólfi

Talhólf tekur á móti skilaboðum þegar ekki er svarað í símann, hann er á tali, slökkt á honum eða síminn utan þjónustusvæðis. Þú færð svo SMS þegar ný skilaboð berast.

Til að hlusta á skilaboðin í talhólfinu þínu, hringirðu í gjaldfrjálst númer 1411 úr símanum. Til að hlusta á skilaboð úr öðrum farsíma eða talsímanúmeri hringir þú í +3548800100 og slærð inn GSM númer og því næst #lykilnúmer#.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2