Hvernig virkar SMS Magnsendingar?
Hægt er að velja um tvær leiðir til að nota þjónustuna. Annars vegar að nota vefsíðu sem Síminn leggur til og hins vegar að forrita á móti kerfinu. Með því að forrita á móti kerfinu geta fyrirtæki látið sín eigin kerfi senda sms skeyti og notað sms sendingar beint í innri ferlum í innviðum fyrirtækisins.
Notandinn nálgast þjónustuna með sérstöku notendanafni og lykilorði. Hægt er að senda SMS Magnsendingar frá hvaða tölvu sem er að því skilyrði uppfylltu að hún sé tengd Internetinu.
Magnsendingar er hægt að senda á hvaða GSM númer sem er, þ.e. hvort sem það er til viðskiptavina Símans, eða annarra símafyrirtækja (innlendra sem erlendra).
Innskráning fyrir SMS Magnsendingar