Hvar sæki ég skráningarnúmer í Sjónvarpi Símans
- Sæktu appið - Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.
- Veldu Menu - Veldu Menu á fjarstýringu myndlykils til að fá upp aðalvalmynd
- Veldu Mín tæki - Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki á skjánum þarf að endurræsa myndlykilinn.
- Sláðu inn PIN númer - Fáðu pörunarkóðann með því að slá inn PIN og velja Aflæsa. Við það birtist pörunarkóði snjalltækis.
- Sláðu inn pörunarkóðann - Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu pörunarkóðann þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.