Best er að staðsetja beininn sem næst símainntaki (Þetta á einungis við þá sem eru með VDSL eða ADSL) . Því styttri sem símasnúran er á milli símainntaks og beinis, því minni líkur eru á truflunum eða skertum internet hraða.
Ef þráðlausa sambandið er slæmt á einhverjum stöðum á heimilinu getur verið nauðsynlegt að framlengja netið. Í netverslun Símans er boðið upp á lausnir sem getað hjálpað til við að leysa þetta vandamál
Sagemcom Fast5366 er með tvær tíðnir sem eru 2.4GHz og 5GHz. Beinirinn skiptir sjálfkrafa á milli þessara tíðna eftir því hvor er betri hverju sinni. 5,0GHz þráðlausa netið er allt að 5-falt hraðara en 2.4GHZ en dregur mun styttra.
Sagemcom beinirinn er með WPA2 öryggi, þetta er öflugasti öryggisstaðall í almennri notkun í dag. Hægt er að skipta um öryggisstaðal á heimasíðu beinis, en ekki er mælt með því.
Hægt er að kveikja og slökkva á þráðlausa netinu með því að halda inni efri takkanum á vinstri hliðinni á beininum í 5 sekúndur og sleppa.
Aftan á beininum er miði með upplýsingum um hvernig á að tengja sig á þráðlausa netið. Á miðanum er NAME sem er nafnið á þráðlausa netinu, PASSWORD sem er lykilorðið til að tengjast þráðlausa netinu og ACCESSKEY sem er lykilorðið til að komast inná viðmótið á beininum sjálfum.
Á Sagemcom beininum virka öll portin fyrir annars hvort sjónvarps- eða netport og því þarf ekki að stilla það sérstaklega.
Einnig er hægt að tengja snúru úr beini (e. Router) í netdeili (e. Switch) og tengja svo í myndlykil og/eða tölvu.
Sagemcom beinirinn er með eitt ljós á sér, það er undir beininum og ef það er grænt í 120 sekúndur þá slekkur það á sér. Ef þú villt kveikja á því aftur er hægt að smella á annann hvorn takkann á hliðinni í 1 sekúndu og þá kveikir hann á ljósinu aftur.
Appelsínugult hægt blikk – beinir er að ræsa sig – auðkenning að tengjast – sync að nást.
Rautt hægt blikk – sambandslaust, mögulega ekki samband við símasnúru eða ljósleiðarabox ekki að nást inn.
Rautt stöðugt ljós – auðkenning ekki að koma inn.
Grænt stöðugt ljós – Allt er komið inn eðlilega, eftir 120 sekúndur slekkur hann á þessu ljósi og hægt er að smella á takkann á hliðinni í 1 sekúndu til að sjá græna ljósið aftur.
Til þess að fara inná beininn þarftu að hafa tæki sem er tengt við beininn, annaðhvort í gegnum þráðlaust net eða beintengt með ethernet snúru.
Því næst þarf að opna netvafra (Microsoft Edge, Mozilla Firefox, Chrome eða Safari)
Slá inn slóðina 192.168.1.254
Þegar þú ferð inná þessa síðu þá kemur upp Login gluggi, þar þarf að skrifa inn Username sem er admin og Password sem er Accesskey sem þú finnur aftan á beininum sjálfum.
Hér getur þú fundið ýmsar upplýsingar um beininn, svo sem ip tölu á honum og breytt DNS stillingum.
Hér hefur þú yfirsýn yfir ýmsa hluti, svo sem foreldrastýringu og port forwarding.
Hér er hægt að stilla hvenær ákveðin tæki fá aðgang að þráðlausa netinu hverju sinni, hægt er að kveikja og slökkva á því eftir hentisemi, svo sem slökkt á þráðlausu neti yfir nótt.
Hér getur þú séð umferð sem fer um gulu portin sem eru aftan á á beininum, hvort það sé tenging við portin hverju sinni og hversu mikil netumferð hefur farið yfir hólfið frá endurræsingu.
Hér getur þú auðkennt PPP beininn, sem er handvirk auðkenning í stað DHCP sem er sjálfvirk.