Sagemcom F5359 fór í dreifingu í desember 2021. Þetta er fyrsti router Símans sem styður WiFi 6 (802.11ax) tækni.
Framaná routernum eru 5 ljós.
Ljósið undir er aðal ljósið sem segir til um hvort routerinn sé að tengjast netinu eða ekki.
Name: Nafnið á þráðlausa netinu
Password: Lykilorðið fyrir þráðlausa netið. Lykilorðið er alltaf 10 stafir að lengd, og inniheldur tölustafina 0-9 og stóru stafina A-F.
Access-Key: Lykilorðið fyrir viðmót beinis.
WiFi 6 (802.11ax) er næsti WiFi staðal á eftir WiFi 5 (802.11ac). WiFi 6 veitir meiri hraða en aðal þróunin er sú að routerinn getur þjónað fleiri tækjum á sama tíma án þess að það hægist á netinu.Til þess að WiFi 6 tæknin virki þá verður 2.4GHz og 5GHz að heita það sama (Sama SSID). Við mælum því ekki með því að splitta WiFi á þessum router.
Til að komast inná þetta þarf v.v að:
Helstu upplýsingar um router. Undir DHCP flipanum er hægt að breyta DHCP poolinu á routernum.
Hér er hægt að breyta úr dhcp auðkenningu yfir í PPP auðkenningu.
Hér er hægt að stilla port forwarding á routernum.
Hér er hægt að stilla dns þjónustur á routernum.
Hér er hægt að stilla hvenær ákveðnar tölvur hafa aðgang að internetinu. hægt að stilla eftir tímum dags á viku hvenær búnaður má tengjast og hvenær ekki.
Listi yfir tæki og upplýsingar um snúrutengdan búnað.
Upplýsingar og stillingar á 2.4GHz þráðlausa netinu.
Upplýsingar og stillingar á 5.GHz þráðlausa netinu.
Upplýsingar um USB tengd tæki.
Stillingar fyrir 2.4GHz og 5GHz lýta nákvæmlega eins út. Smellt er á WiFi 2.5GHz eða WiFi 5GHz til að komast í þær.
SSID er nafnið á þráðlausa netinu. Ef v.v vill breyta því í eitthvað annað þá mælum við með því að 2.4GHz og 5GHz netið heiti það sama (sé með sama SSID) svo að WiFi 6 bandstýring virki.
Channel Selection er rásin sem þráðlausa netið er að nota. Alls ekki breyta þessu nema í undantekningartilvikum.
Security er WPA staðallinn á netinu. Best að hafa þetta WPA2. Ef vv er með mjög gamalt tæki þá gæti þurft að lækka þetta í WPA. Ef vv vill hafa þráðlausa netið opið og án lykilorðs þá þarf þetta að vera stillt á Open.
Password er lykilorðið á þráðlausa netinu. Lykilorðið þar að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að hægt sé að nota WPA2 og WPA. Skilyrðin standa í appelsínugula reitnum hægra megin.Ath. að stillingar milli 2.4Ghz og 5Ghz geta verið mismunandi og þarf að uppfæra báðar tíðnir í sitthvoru lagi.
Til að lækka router úr WiFi 6 í WiFi 5 þá þarf:
Svo þarf að gera það sama fyrir 2.4GHz nema þar er stillt á 802.11b+g+n
Hérna er hægt að setja inn port forwarding reglur með því að fylla inn viðeigandi upplýsingar undir „Add Rules Manually“Hægt er að benda viðskiptavini á að mögulegt sé að breyta þessum stillingum, en við tökum ekki ábyrgð á virkni ef viðskiptavinur er með aðrar en upprunalegu stillingarnar. Við aðstoðum ekki sérstaklega við þetta.