Sagemcom svartur

Sagemcom F5359 fór í dreifingu í desember 2021. Þetta er fyrsti router Símans sem styður WiFi 6 (802.11ax) tækni.

Tengingar
  • Gráa -Á xDSL (ADSL eða VDSL) er tengd símasnúra úr gráa DSL tenginu og í símtengil. Ekki má tengja neitt í þetta ef v.v. er á ljósleiðara
  • Gulu - Gulu hólfin (ethernet 1-4) eru fyrir allan búnað sem hægt er að snúrutengja (Myndlykla, tölvur o.s.fv.). 1,2,3 og 4 virka alveg eins og skiptir ekki máli hvaða hólf er notað.
  • Rauða - Á ljósleiðara fer netsnúra úr rauða WAN tenginu og í tengi númer 1 á ljósbreytu. Ekki má tengja neitt í þetta ef v.v. er á VDLS eða ADSL tengingu.
  • Grænu - Grænu hólfin eru fyrir VoIP heimasíma, skiptir ekki máli hvort hólfið er notað. Power er fyrir straumbreyti og USB erum við ekki að nota.
Tengingar á bakhlið
Takkar
  • Power takki - Aftaná við hliðina á grænu tengjunum er power takki til að slökkva og kveikja. Ef takkinn er inni þá er kveikt, ef hann er úti þá er slökkt.
  • Reset - Fyrir ofan power takkann er lítið gat merkt reset. Er einhverju mjóu er stungið þar inn og haldið í 10 sekúndur þá núllstillist routerinn. Það verður að vera kveikt á routernum svo þetta virki.
  • WPS - Á hliðinni er WPS takki. Ef ýtt er á hann þá opnar routerinn fyrir WPS tengingar í 2 mínútur. Á þessum tíma þarf að virkja WPS á tækinu sem þarf að tengja við routerinn. Oftast er það sambærilegur takki eða aðgerð í viðmóti tækis.
  • WI-FI - Undir WPS takkanum er WI-FI takki sem slekkur og kveikir á þráðlausa netinu. Halda þarf takkanum inni í 1 sekúndu.
Ljós

Framaná routernum eru 5 ljós.

  1. Rafmagn
  2. DSL sync /Ethernet tenging
  3. WiFi – Grænt: Wifi virkar eðlilega. Rautt – Slökkt á 2.4GHz eða 5GHz – Slökkt: Slökkt á WiFi
  4. Auðkenning
  5. VoIP

Ljósið undir er aðal ljósið sem segir til um hvort routerinn sé að tengjast netinu eða ekki.

  • Grænt – Router er að tengjast eðlilega (Ath. að ljósið er alltaf grænt fyrstu 20-30 sekúndurnar eftir endurræsingu.
  • Appelsínugult – Router er að reyna að tengjast.
  • Rautt – Router nær ekki tengingu. Annaðhvort vantar sync eða auðkenningu.
  • Öll ljós á routernum slökkva svo á sér ef router hefur verið tengdur í 3 mínútur.
Límmiði

Name: Nafnið á þráðlausa netinu

Password: Lykilorðið fyrir þráðlausa netið. Lykilorðið er alltaf 10 stafir að lengd, og inniheldur tölustafina 0-9 og stóru stafina A-F.

Access-Key: Lykilorðið fyrir viðmót beinis.

WiFi 6

WiFi 6 (802.11ax) er næsti WiFi staðal á eftir WiFi 5 (802.11ac). WiFi 6 veitir meiri hraða en aðal þróunin er sú að routerinn getur þjónað fleiri tækjum á sama tíma án þess að það hægist á netinu.Til þess að WiFi 6 tæknin virki þá verður 2.4GHz og 5GHz að heita það sama (Sama SSID). Við mælum því ekki með því að splitta WiFi á þessum router.

Stjórnborð

Til að komast inná þetta þarf v.v að:

  1. Opna vafra  (chrome, firefox, edge) í tölvu sem er tengd við routerinn á WiFi eða með snúru.
  2. Fara inná slóðina 192.168.1.254
  3. Skrá sig inn með user: „admin“ og lykilorðið er textinn fyrir aftan Access key á límmiða.
My gateway

Helstu upplýsingar um router. Undir DHCP flipanum er hægt að breyta DHCP poolinu á routernum.

Internet Connectivity

Hér er hægt að breyta úr dhcp auðkenningu yfir í PPP auðkenningu.

Port Forwarding

Hér er hægt að stilla port forwarding á routernum.

DNS

Hér er hægt að stilla dns þjónustur á routernum.

Parental Control

Hér er hægt að stilla hvenær ákveðnar tölvur hafa aðgang að internetinu. hægt að stilla eftir tímum dags á viku hvenær búnaður má tengjast og hvenær ekki.

Ethernet

Listi yfir tæki og upplýsingar um snúrutengdan búnað.

Wi-Fi 2.4GHz

Upplýsingar og stillingar á 2.4GHz þráðlausa netinu.

Wi-Fi 5GHz

Upplýsingar og stillingar á 5.GHz þráðlausa netinu.

USB

Upplýsingar um USB tengd tæki.

Stjórnborð
PPP auðkenna
  1. Smella á „Internet Connectivity“ á stjórnborði
  2. Breyta Connection type úr DHCP yfir á PPP
  3. Setja „123“ í Login og „123“ í Password (Hérna skiptir ekki máli hvað er sett inn)
  4. Ýta á Apply
PPP auðkenna
WiFi Stillingar

Stillingar fyrir 2.4GHz og 5GHz lýta nákvæmlega eins út. Smellt er á WiFi 2.5GHz eða WiFi 5GHz til að komast í þær.

SSID er nafnið á þráðlausa netinu. Ef v.v vill breyta því í eitthvað annað þá mælum við með því að 2.4GHz og 5GHz netið heiti það sama (sé með sama SSID) svo að WiFi 6 bandstýring virki.

Channel Selection  er rásin sem þráðlausa netið er að nota. Alls ekki breyta þessu nema í undantekningartilvikum.

Security er WPA staðallinn á netinu. Best að hafa þetta WPA2. Ef vv er með mjög gamalt tæki þá gæti þurft að lækka þetta í WPA. Ef vv vill hafa þráðlausa netið opið og án lykilorðs þá þarf þetta að vera stillt á Open.

Password er lykilorðið á þráðlausa netinu. Lykilorðið þar að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að hægt sé að nota WPA2 og WPA. Skilyrðin standa í appelsínugula reitnum hægra megin.Ath. að stillingar milli 2.4Ghz og 5Ghz geta verið mismunandi og þarf að uppfæra báðar tíðnir í sitthvoru lagi.

Wi-fi stillingar
WiFi 6

Til að lækka router úr WiFi 6 í WiFi 5 þá þarf:

  1. Ýta á „Advanced“ í WiFi stillingum .
  2. Smella á Wireless
  3. 802.11ax er WiFi 6. 802.11a+n+ac er WiFi 5 á 5GHz.
  4. Smella á Apply

Svo þarf að gera það sama fyrir 2.4GHz nema þar er stillt á 802.11b+g+n

WI-FI 6
Port Forward

Hérna er hægt að setja inn port forwarding reglur með því að fylla inn viðeigandi upplýsingar undir „Add Rules Manually“Hægt er að benda viðskiptavini á að mögulegt sé að breyta þessum stillingum, en við tökum ekki ábyrgð á virkni ef viðskiptavinur er með aðrar en upprunalegu stillingarnar. Við aðstoðum ekki sérstaklega við þetta.

Port Forward
Aðgangsstýring (Parental Control)
  1. Smella á Parental Control
  2. Hakar við þau tæki sem á að takmarka
  3. Litar þann tíma rauðan þar sem ekki má nota netið.
  4. Smella á Apply
Aðgangsstýring

Skýringarmynd1Skýringarmynd2