Þarf ég allan þennan hraða?

Tækniþróunin er á fleygiferð og fjöldi nettengdra tækja á heimilum eykst stöðugt. Því er allur þessi aukni hraði ekkert nema uppfærsla til framtíðar og þannig erum við hjá Símanum tilbúin þegar að þörfin kemur. Öll viljum við að netið virki hnökralaust og sé alltaf til staðar og allur þessi aukni hraði mun aðeins hjálpa þar til enda um nýjustu kynslóð ljósleiðarakerfa að ræða.

100 Mbit og 1 Gbit/s tengingar munu á næstunni uppfylla allar þarfir venjulegra heimila en fyrir ákveðna notendur sem t.d. vinna mikið með stórar skrár yfir netið, rafíþróttafólk og aðra getur aukinn bandbreidd skipt sköpum og þar er aukinn hraði vel þeginn.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2