Umhverfið hefur áhrif á virkni magnara

Ef þráðlausa netið er ekki að virka nógu vel eftir að magnarar hafa verið settir upp þá er fyrsta skrefið að athuga hvort að sambandsljósið á magnaranum sé ekki örugglega grænt. Ef ljósið er gult eða rautt þá þarf að færa magnarann nær netbeini eða öðrum magnara sem er með grænt ljós.

Margt í umhverfinu getur haft áhrif á WiFi samband eins og t.d. Raftæki, hlutir úr málmi, veggir með járnbindingu, hátalarar, öryggiskerfi og aðrir hlutir sem senda frá sér þráðlausar bylgjur. Staðsetning skiptir miklu máli. Ekki setja WiFi magnarann á stað þar sem ekkert þráðlaust samband er heldur þarf hann að vera staðsettur milli netbeinis og þess staðar sem er sambandslaus.

WiFi Magnari
Skýringarmynd

Skýringarmynd1Skýringarmynd2