Airties 4K

Hvað fylgir með í kassanum?

  • Myndlykillinn
  • Straumbreytir
  • Netsnúra
  • HDMI snúra
  • Leiðarvísir

Hvernig tengi ég myndlykilinn?

  • Tengdu netsnúru úr myndlyklinum og yfir í gultengi númer 3 eða 4 á beininum.
  • Tengdu HDMI snúru milli myndlykils og sjónvarpsins.
  • Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
  • Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd, númer hvað HDMI rásin er. Á flestum sjónvarpsfjarstýringum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á takka merktur Source eða Input og nota örvatakka á fjarstýringunni til að velja á milli HDMI rása.

 Dæmi um Source eða Input takka

Source hnappur

 Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu.

Tengja netsnúru úr myndlykli í gul tengi

Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?

Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2