Viltu tengja magnarann við Sagemcom netbeininn?
Ef þú ert með svarta Sagemcom netbeininn þá þarf bara að tengja WiFi magnarann við rafmagn og halda 🔁 WPS takkanum inni í 3 sekúndur, fyrst á magnaranum og svo á netbeininum. Við mælum með að staðsetja magnarann ekki meira en 2 metra frá netbeini meðan verið er að para þá saman í fyrsta skiptið. Þá byrjar magnarinn að para sig við netbeininn. Ljósinn á magnaranum segja þér hvort það hafi tekist. Athugið að pörun getur tekið allt að tvær mínútur.
- Blikkandi rautt ljós – ekkert samband
- Rautt ljós – lélegt samband
- Gult ljós – lélegt samband
- Grænt ljós – gott samband
Ef miðju ljósið á magnaranum blikkar stanslaust grænt og verður aldrei stöðugt þá má prufa að núllstilla netbeininn. Það er gert með því að þrýsta með tannstöngli eða einhverju mjóu í „reset“ gatið aftan á netbeini og halda því í 10 sekúndur.
Þegar búið er að para þetta saman þá framlengir magnarinn núverandi neti og það þarf ekki að skrá sig inná nýtt þráðlaust net. Ef þú tengir magnarann með snúru þá afritar hann bæði nafn og lykilorð á núverandi WiFi.