Viltu tengja magnarann við Sagemcom netbeininn?

Ef þú ert með svarta Sagemcom netbeininn þá þarf bara að tengja WiFi magnarann við rafmagn og ýta á 🔁 WPS takkann, fyrst á magnaranum og svo á netbeininum. Við mælum með að staðsetja magnarann ekki meira en 2 metra frá netbeini meðan verið er að para þá saman í fyrsta skiptið. Þá byrjar magnarinn að para sig við netbeininn. Ljósinn á magnaranum segja þér hvort það hafi tekist. Athugið að pörun getur tekið allt að tvær mínútur.

  • Blikkandi rautt ljós – ekkert samband
  • Rautt ljós – lélegt samband
  • Gult ljós – lélegt samband
  • Grænt ljós – gott samband

Þegar búið er að para þetta saman þá framlengir magnarinn núverandi neti og það þarf ekki að skrá sig inná nýtt þráðlaust net.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2