Einn angi netglæpa eru símtöl og SMS-skilaboð. Óprúttnir aðilar sem oftast eru hluti af skipulagðri glæpastarfsemi reyna allt til að komast yfir fjármuni okkar og persónuupplýsingar. Svikasímtöl og skilaboð eru ein algengasta leiðin ásamt tölvupóstum og ekkert okkar er óhult. Mjög flókið og oft nær ómögulegt er fyrir okkur hjá Símanum að stöðva slík símtöl og skilaboð áður en þau fara í gegnum kerfin okkar til viðskiptavina. Hér eru því nokkur einföld ráð sem hjálpa öllum að verja sig.