Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform

Svikasímtöl – Hvað ber að varast?

Einn angi netglæpa eru símtöl og SMS-skilaboð. Óprúttnir aðilar sem oftast eru hluti af skipulagðri glæpastarfsemi reyna allt til að komast yfir fjármuni okkar og persónuupplýsingar. Svikasímtöl og skilaboð eru ein algengasta leiðin ásamt tölvupóstum og ekkert okkar er óhult. Mjög flókið og oft nær ómögulegt er fyrir okkur hjá Símanum að stöðva slík símtöl og skilaboð áður en þau fara í gegnum kerfin okkar til viðskiptavina. Hér eru því nokkur einföld ráð sem hjálpa öllum að verja sig.

Fölsuð símanúmer

Óprúttnir aðilar geta falsað númerið sem þeir hringja eða senda skilaboð úr. Þannig getur litið út fyrir að bankinn þinn, Síminn, tryggingarfélag eða ættingi sé að hringja í þig þó svo sé ekki. Ekki leggja allt þitt traust á númerabirtinguna.

Tímaþröng

Símasvik byggjast oft á að búa til áríðandi aðstæður, t.d. að kreditkortinu þínu hafi verið stolið, lykilorðinu lekið, búið sé að brjótast inn í tölvuna þína eða að reikningur sé ógreiddur. Þetta er gert til að búa til pressu um að bregðast við fljótt þannig að rökhugsun okkar fljúgi út um gluggann. Öndum djúpt og hugsum málið áður en við bregðumst við.

Gagnrýnin hugsun

Passaðu hvaða upplýsingar þú gefur upp, en fyrirtæki biðja t.d. aldrei um kreditkortaupplýsingar í gegnum síma. Ef sá sem hringir segist vera frá ákveðnu fyrirtæki og óskar eftir upplýsingum skelltu þá á og hringdu beint í númer viðkomandi fyrirtækis til að kanna málið. Aldrei smella á hlekki í SMS skilaboðum sem þú kannast ekki við.

Stutt hringing

Önnur tegund símasvika er að hringja einu sinni til tvisvar úr erlendu númeri og vona svo að grunlaus notandi hringi til baka. Númerið sem hringt er í er þá yfirverðsnúmer sem dýrt er að hringja í. Ef við eigum ekki von á símtali erlendis frá getur verið klókt að sleppa því að svara. Gott er þó að taka fram að enginn kostnaður felst í því að svara erlendum eða innlendum símtölum þannig að sé svarað verður lítill skaði.

Ekki er allt sem sýnist

Tæknirisar eins og Microsoft eða Facebook hringja aldrei í einstaklinga til að bjóða fram aðstoð. Ein tegund símasvika er að þykjast vera að hringja frá t.d. Microsoft og bjóðast til að laga alvarlega villu í tölvu viðkomandi. Slík símtöl eru alltaf svindlsímtöl og einfaldast er bara að leggja á, jafnvel þó viðkomandi segi málið áríðandi og beiti hræðsluáróðri eða hótunum.

Af hverju ég?

Ekkert okkar er óhult fyrir svikum sem þessum. Stundum er einfaldlega hring í öll simanúmer í ákveðinni röð, en einnig gæti verið að símanúmerið þitt finnist í gagnaleka. Gagnalekar eru algengari en fólk heldur og geta innihaldið netföng, símanúmer, heimilisföng, lykilorð og fleira. Þú getur athugað hvort að netfangið þitt hafi lent í gagnaleka á vefsíðunni haveibeenpwned.com.

Hvernig getum við aðstoðað?

Netspjallið

Opið frá 9 - 20 alla virka daga og 11-19 um helgar.
Opna netspjall

Fyrirspurnir

Við svörum eins fljótt og auðið er.

Eitt símanúmer

Hringdu í okkur í 550 6000