Sjónvarpsþjónusta Símans

Hjálpaðu okkur að gera nýja appið fyrir Mac og Windows betra!

Við erum í opnum prófunum á nýja appinu okkar fyrir Windows og Mac tölvur. Hægt er að horfa á RÚV og Sjónvarp Símans en sé appið parað við myndlykilinn þinn opnast þínar áskriftir og enn meiri aðgangur að efni.

Athugið að ef appið er parað við myndlykil, hvort heldur er iOS, Android eða á tölvu, þá þarft þú að greiða 500 krónur á mánuði, en er innifalið í Heimilispakkanum.

Áskrift að Sjónvarp Símans er ekki skilyrði til að nota Mac og Windows appið.

Sækja fyrir Mac Sækja fyrir Windows

Horfðu á sjónvarpið í snjalltækinu

Ef þú ert með Sjónvarpsþjónustu Símans geturðu sótt þér appið okkar og þannig horft á uppáhaldsdagskrána þína í snjalltækjunum. Fyrir aðeins 500 kr. á mánuði er hægt að setja appið upp á 5 snjalltækjum.

Sækja á Google Play Sækja í App Store
Leiðbeiningar um uppsetningu

Allt þetta með Sjónvarp Símans appinu

  • Grunnáskrift Sjónvarps Símans veitir aðgang að öllum opnum innlendum stöðvum í Sjónvarp Símans appinu.
  • Appið speglar þær áskriftir sem þú ert með, en þó mest 11 stöðvar sem raðað er eftir vinsældum
  • Þú getur skráð allt að 5 Android eða iOS snjalltæki, hvort sem er spjaldtölvur eða snjallsíma.
  • Hægt er að spóla útsendingu tvo klukkutíma til baka eða leigja myndir í SíminnBíó.