Laus störf

Öflugur auglýsingafulltrúi

Við leitum að lausnamiðuðum einstaklingi með reynslu af sölu í öflugt teymi auglýsingadeildar fyrir Sjónvarp Símans.

Leitum að liðsauka í auglýsingadeild

Við leitum að lausnamiðuðum einstaklingi með reynslu afsölu í öflugt teymi auglýsingadeildar fyrir Sjónvarp Símans. Starfið felur ísér að ræktaviðskiptatengsl við núverandi viðskiptavini, mótun nýrra viðskiptatækifæraásamt gerð markaðsgreininga og söluáætlana. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð á sölu og söluáætlun í samvinnu við söluteymi
 • Fagleg ráðgjöf til viðskiptavina
 • Samningagerð og endurgjöf til viðskiptavina
 • Vinna við CRM kerfi fyrirtækisins (Salesforce)
 • Þátttaka í sölugreiningu og þróun nýrra auglýsingaleiða

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í viðskipta- eða markaðs- og sölufræðum
 • Reynsla af sölu-, markaðs- og/eða þjónustugeiranum
 • Þekking á stafrænum miðlum og ferlum kostur
 • Færni í að halda kynningar fyrir viðskiptavini um vörur og þjónustu Símans
 • Sannfæringarkraftur, gott viðmót og sjálfsöryggi

Umsóknarfrestur er til og með 18.apríl næstkomandi.
Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Almenn umsókn

Hefur þú áhuga að starfa hjá Símanum?
Við leitum að aðila sem:
 • Hefur góða samskiptahæfni og þjónustulund
 • Sýnir frumkvæði
 • Er stundvís
 • Hefur áhuga á að læra nýja hluti

Annað:
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
 • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri

Hafir þú áhuga að starfa fyrir Símann, sendu ferilskrá og kynningarbréf til okkar.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Fjölbreytt tækifæri

Samfélagslegt hlutverk Símans er að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í gegnum fjarskipti og upplýsingatækni. Með því móti tekur Síminn virkan þátt í að efla atvinnulíf og byggð í landinu.

Fjölþætt ábyrgð

Síminn leggur áherslu á arðbæran rekstur og að umgangast umhverfið og samfélagið af virðingu. Þessi áhersla felur í sér lagalega, efnahagslega og siðferðislega ábyrgð.

Þátttakandi í samfélaginu

Síminn tekur þátt í samfélagsverkefnum með það að markmiði að auðga lífið. Þar er haft að leiðarljósi að styðja við samfélagsverkefni með þeirri þekkingu og hæfni sem er til staðar innan Símans.
Fleki1 Stoðdmynd
Áherslur

Áherslur Símans í samfélagsábyrgð

Við innleiðingu á þessum áherslum tileinkum við okkur tíu viðmið Global Compact verkefnis Sameinuðu þjóðanna og höfum til hliðsjónar alþjóðlega staðalinn ISO 26000 um samfélagsábyrgð.

Sjá nánar
Styrkir

Styrkveitingar Símans

Síminn tekur virkan þátt í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í og hluti af þeirri samfélagsþátttöku felst í framlögum til margvíslegra málefna. Við val á samfélagsverkefnum er áhersla lögð á að nýta þá þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan fyrirtækisins og vinna að verkefnum sem tengjast kjarnastarfseminni.

Styrkir eru því fyrst og fremst í formi þjónustu og þekkingarmiðlunar í fjarskiptum og upplýsingatækni. Stefna Símans er að leggja áherslu á að styrkja íslensk líknar- og góðgerðarfélög með þessum hætti og hefur áætlun þar að lútandi verið samþykkt. Vinsamlega sendið allar óskir um styrki í tölvupósti til okkar.

Senda tölvupóst
Fleki2 mynd

Teymið

Alexander Kostic
Alexander Kostic
Sölustjóri miðla
Gunnar Ingi Hansson
Gunnar Ingi Hansson
Forstöðumaður auglýsingasölu og rannsókna
Gunnar Jóhannsson
Gunnar Jóhannsson
Sölustjóri miðla
Kristinn Geir Guðmundsson
Kristinn Geir Guðmundsson
Sölustjóri miðla
Kristófer Óðinn Violettuson
Kristófer Óðinn Violettuson
Sölustjóri miðla
Kári Jónsson
Kári Jónsson
Sérfræðingur
Rakel Mist Einarsdóttir
Rakel Mist Einarsdóttir
Birtingastjóri
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sérfræðingur
Stefán Hirst Friðriksson
Stefán Hirst Friðriksson
Sölustjóri miðla
Ólafur Valur Mikumpeti
Ólafur Valur Mikumpeti
Sölustjóri miðla