Tilbaka
Tilbaka

Stefna Símans í sjálfbærni

Síminn er leiðandi fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Við teljum það ábyrgð okkar að starfsemi fyrirtækisins og þjónusta skili sér í sem mestum ávinningi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, umhverfið og samfélagið allt.

Það er stefna Símans að huga að sjálfbærni í hvívetna og tryggja að markmið séu mælanleg og að væntingar til árangurs í sjálfbærni séu skýr fyrir starfsfólki Símans, viðskiptavinum, birgjum, hluthöfum og öðrum.

Síminn er stofnaðili Festu, miðstöð um sjálfbærni. Félagið fékk jafnlaunavottun árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi.

Stefna Símans í sjálfbærni

Síminn er leiðandi fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Við teljum það ábyrgð okkar að starfsemi fyrirtækisins og þjónusta skili sér í sem mestum ávinningi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, umhverfið og samfélagið allt.

Það er stefna Símans að huga að sjálfbærni í hvívetna og tryggja að markmið séu mælanleg og að væntingar til árangurs í sjálfbærni séu skýr fyrir starfsfólki Símans, viðskiptavinum, birgjum, hluthöfum og öðrum.

Síminn er stofnaðili Festu, miðstöð um sjálfbærni. Félagið fékk jafnlaunavottun árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við höfum sett þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í forgrunn. Þau eru valin með starfsemi Símans að leiðarljósi og getu fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á haghafa, samfélag og umhverfið.

Jafnrétti kynjanna

Síminn stuðlar að auknu kynjajafnrétti hjá Símanum með markvissum aðgerðum í Jafnréttisvísi og eyða kynbundnum launamun. Auk þess vinnur Síminn að menntun og þjálfun kvenna í tækni með háskólasamfélaginu.

Nýsköpun og uppbygging

Aukin stafvæðing, að gera sem flesta hluti stafræna og læsilega tölvum er nátengt starfsemi Símans. Við vinnum að þróun sjálfbærra og kolefnislágra innviða í fjarskiptageiranum og styðjum við íslenska máltækni.

Sjálfbærar borgir og samfélög

Síminn vinnur að því að innleiða kolefnislága stafræna innviði sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum Símans sem og þeirra sem nýta tæki og tækni Símans.

Umhverfismál

Öll fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverk þegar kemur að umhverfismálum. Síminn mun horfa til tveggja meginþátta í umhverfismálum, þ.e. virðiskeðjuáhrifa og notkun náttúruauðlinda. Við ætlum að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi Símans og koma á fót umhverfis-stjórnunarkerfi, þar sem betri yfirsýn næst yfir kolefnisspor Símans.

Rafmagnsbílar

Síminn hefur hafið þá vegferð að rafvæða bílaflota sinn sem og sett upp hleðslustöðvar fyrir starfsfólk Símans. Við hvetjum einnig starfsfólk til að stunda bíllausann lífstíl og styrkjum starfsfólk sem það velur. Þannig lágmörkum við losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækisins

Netbeinar úr endurvinnanlegu plasti

Við erum að bjóða viðskiptavinum nýjan netbeini (e. router) sem styður nýjustu staðla þráðlausra neta og er gerður úr endurvinnanlegu plasti. Í samstarfi við erlendan birgja var pökkun búnaðarins breytt og gerð krafa um lágmarksnotkun á plasti. Búnaðinn setjum við svo kassa úr endurunnum pappa sem hægt er að endurvinna frekar.

Nýtum notað

Gömul tæki geta alltaf átt framhaldslíf. Í samstarfi við írska fyrirtækið Foxway Group geta viðskiptavinir Símans komið með gömul tæki og fengið inneign upp í ný. Foxway Group nær að endurvinna um 92% af öllum búnaði sem að til þeirra kemur og við styðjum þannig við hringrásarhagkerfið og tryggjum að verðmætir málmar, plast og fleira eignast framhaldslíf í öðrum tækjum.

Sjónvarp Símans í skýinu

Sjónvarpsþjónusta Símans, sem notuð er á tugþúsundum heimila á Íslandi, er í dag alfarin rekin úr skýinu og aflvætt með endurnýjanlegri orku. Með hýsingu sjónvarpsþjónustunnar í skýinu skapast ekki aðeins meiri rýmd til að efla og bæta þjónustuna eftir þörfum heldur skapast einnig töluverður orkusparnaður.

Samfélagið

Hlutverk Símans er að skapa tækifæri. Í þeirri stafrænu umbreytingu sem samfélagið er að ganga í gegnum liggja tækifæri fyrir Símann að vera enn meira hreyfiafl til góðra verka. Þannig viljum við stuðla að auknum fjölbreytileika og betri þjálfun vinnuafls, tryggja heilsu, vellíðan og aukin lífsgæði bæði innan og utan Símans. Auk þess leggjum við áherslu á sanngjarna aðfangakeðju.  

Við sköpum tækifæri

Hlutverk Símans er að skapa tækifæri. Í þeirri stafrænu umbreytingu sem samfélagið er að ganga í gegnum liggja tækifæri fyrir Símann að vera enn meira hreyfiafl til góðra verka.

Mannauður

Mannauður

Stefna Símans er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Lögð er áhersla á að skapa gott vinnu umhverfi með sterkri liðsheild, jöfnum tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðana skiptum og góðri miðlun upplýsinga.

Verð frá:
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
kr./mán
Sanngjörn aðfangakeðja

Sanngjörn aðfangakeðja

Síminn hefur sett sérstakar siðareglur birgja og byggja þær á UFS viðmiðum NASDAQ og eiga að stuðla að því öllum innkaupum sé hagað í takt við við sjálfbærnistefnu Símans. Birgjar leika stórt hlutverk í aðfangakeðju félagsins og Síminn gerir kröfu til allra sinna birgja um að þeir kynni sér og samþykki að fylgja þeirri sýn sem fram koma í siðareglum birgja.

Verð frá:
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
kr./mán
Íslenskt mál og tækni

Íslenskt mál og tækni

Síminn setti af stað átaksverkefnið Reddum málinu í samstarfi við Almannaróm – miðstöðvar máltækni og Háskólanum í Reykjavík í nóvember 2021. Markmiðið var að safna sem flestum raddsýnum á íslensku sem fara í opinn gagnagrunn. Tæknin mun snerta á enn fleiri þáttum okkar daglega lífs í náinni framtíð og tal lausnir, að tala við tækin okkar mun verða enn algengara en í dag. Því er mikilvægt að við kennum tækjunum okkar að skilja íslensku svo við getum talað við tækin, og þau svarað okkur til baka á íslensku.

Alls söfnuðust 366.241 raddsýni í Reddum málinu en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks.

Verð frá:
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
kr./mán
Samfélagið

Samfélagið

Símamótið, stærsta fótboltamót landsins, er haldið á svæði Breiðabliks í Kópavogi og mæta fótboltastelpur af landinu öllu til að sýna hæfileika sína á vellinum og njóta samverunnar utan vallar. Bæði keppendur, fjölskyldur þeirra og vinir njóta Símamótsins til fulls og skapa saman ógleymanlegar minningar. Við sýnum fjölda leikja á Síminn Sport í beinni útsendingu til að aðdáendur sem ekki eiga heimangengt í Kópavoginn geti notið gleðinnar heima í stofu og keppendur geti horft á sig í sjónvarpinu og þannig fetað í fótspor átrúnaðargoða sinna og fyrirmynda.

Verð frá:
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
kr./mán

Stjórnarhættir og hagsæld

Síminn trúir því að góð forysta og stjórnarhættir, einkum er varðar netöryggi, siðferði og yfirsýn stjórnenda og framlag til hagkerfisins sé lykilinn að sjálfbærum og farsælum rekstri.

Stjórnskipulag og yfirsýn

Síminn starfar í samræmi við lög sem um starfsemina gilda og „Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja“, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq. Stjórn mun reglulega fjalla um og fara yfir árangur Símans í þeim þáttum sem fram koma í stefnu þessari og aðgerðaráætlun í sjálfbærni.

Viðskiptasiðferði

Síminn mun tryggja að allt starfsfólk og samstarfsaðilar vinni í samræmi við meginreglur og gildi sem koma fram í siðareglum Símans. Allt starfsfólk og stjórn Símans skulu árlega staðfesta fylgni við siðareglur með undirskrift sinni ásamt því að fræðsla um málefnið verður skyldufag hjá öllu starfsfólki.


Netöryggi

Netöryggi er órjúfanlegur þáttur í starfsemi Símans og vernd gagna og persónuupplýsinga verður alltaf forgangsverkefni. Síminn tryggir vernd kerfa sinna, vara, allra gagna og upplýsinga með víðtækri fræðslu til starfsfólks ásamt því að tryggja að öll kerfi okkar uppfylli hæstu gæðakröfur.

UFS skýrslugjöf og samskipti við hagaðila

Síminn leggur áherslu á að viðhalda góðum samskiptum við lykil haghafa með opnum samtölum um þróun, tækifæri og sjálfbærnitengdar áhættur. Sjálfbærni er síkvikt umfangsefni og með opnum samskiptum og þáttöku í sjálfbærni samfélaginu lærum við af öðrum og deilum því sem við höfum gert með öðrum.

Samfélagssjóður Símans

Síminn vill og tekur virkan þátt í samfélaginu og hluti af því er að styrkja margvísleg málefni. Stefna Símans við veitingu styrkja endurspeglar markmið okkar í sjálfbærni og styðst við þau Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Síminn hefur sett í forgrunn. Við leitumst eftir að styðja við og styrkja málefni sem bæði tengjast kjarnastarfsemi Símans og gagnast samfélaginu með sérstaka áherslu á jafnrétti, nýsköpun og umhverfismál.

Við val á verkefnum er haft að leiðarljósi að nýta þá þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan fyrirtækisins en mánaðarlega er farið yfir umsóknir sem berast til okkar.

Vinsamlega sendið óskir um styrkveitingu í tölvupósti, gott er að setja fram skýrar óskir og því betur sem þær tengjast styrktarstefnu Símans því líklegra er að þær hljóti brautargengi.

Styrktarverkefni 2022

Styrktarstefna Símans  endurspeglar markmið fyrirtækisins í sjálfbærni og styðst við þau Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Síminn hefur sett í forgrunn. Við val á verkefnum er haft að leiðarljósi að nýta þá þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan fyrirtækisins. Verkefnin sem hafa verið valin fyrir árið 2022 eru eftirfarandi.

Góðgerðarfélög

Styrkur til nærsamfélags með fjarskiptaþjónustu í samstarfi við góðgerðafélög.

Reddum málinu

Reddum málinu er samstarfsverkefni Símans, Almannaróms og HR til að kenna tækjum og tölvum að skilja íslensku.

Símamótið

Símamótið er árlegt fótboltamót fyrir stelpur og samstarfsverkefni á milli Símans og Breiðabliks.

Konur í tækni

Námsstyrkir til kvenna í B.Sc. tækninámi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.