Orri hóf störf hjá Símanum í nóvember 2013 sem forstjóri en áður hafði Orri unnið hjá Símanum sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs árin 2003-2007. Meðal annars hefur Orri áður unnið hjá Novator Partners (Ísland, Bretland, Bandaríkin, Finnland, Svíþjóð), sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og sem aðstoðarmaður forsætisráðherra. Orri er menntaður vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Bandaríkjunum. Orri er formaður stjórnar Isavia ohf.
Erik hóf störf hjá Símanum í mars 2013 sem framkvæmdastjóri en áður hafði Erik unnið hjá Símanum sem tæknimaður og forstöðumaður árin 1998-2004. Meðal annars hefur Erik unnið hjá Siemens bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og hjá Philips í Frakklandi. Erik er rafmagnsverkfræðingur að mennt og með MBA gráðu frá IMD í Lausanne í Sviss.
Óskar hóf störf hjá Símanum árið 2005 og hefur verið fjármálastjóri frá ársbyrjun 2011. Áður vann hann við greiningarstörf hjá Símanum og var forstöðumaður fjárstýringar árin 2009 – 2011. Áður vann hann hjá SPRON, Bear Stearns (USA) og Landsbankanum. Óskar er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Magnús hóf störf hjá Símanum í apríl 2014 sem framkvæmdastjóri miðla og markaða og tók við allri sölu félagsins árið 2017. Áður hafði Magnús unnið innan Símasamstæðunnar sem framkvæmdastjóri Skjásins árin 2003-2007. Magnús er leikari að mennt með MBA gráðu frá Háskóla Íslands en hefur að auki sótt sér stjórnendamenntun bæði hjá IESE og Harvard.