Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform

Við tengjum þig við lífið

Síminn er elsta símafyrirtæki landsins, en hefur síðustu ár ört haslað sér völl sem þjónustufyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum aðgang að heildstæðum heimi þjónustu og afþreyingar. Við byggðum því á traustum grunni þegar við hófum vinnu við endurmörkun, en jafnframt höfðum við ríka ástæðu til að laga ásýnd vörumerkisins að breyttum áherslum og framþróun. 

Myndmerki

Merki Símans var upphaflega hannað árið 2004. Upprunalega var það tvílitt en nokkrum árum síðar það einfaldað og gert einlitt. Loks var það uppfært 2023 af Hvíta húsinu, m.a. til að mæta kröfum um skalanleika og skerpu í stafrænum miðlum. Merkið þekkist afar vel meðal almennings skv. mælingum og því héldum við eftir einkennandi þáttum þess.
Merkið samanstendur af sporöskjum sem saman mynda stafinn S. Upprunalega var merkinu meðal annars ætlað að minna á tvo hlekki sem sameinast eins og í keðju. Þeir snúast hvor um annan og minna á samskipti, eða stílfærða teikningu af hnetti. Þessa tilfinningu viljum við undirstrika í öllu okkar efni, hvernig fjarskiptin færa notendum okkar tengingu, bæði þegar kemur að öryggi, en ekki síst innihaldsríkum samskiptum.

Litir

Við einsettum okkur að búa til nútímalega og aðgengilega litapallettu. Hún þurfti að vera í samræmi við aðgengisreglur til að vera læsileg sem flestum.   Símablái liturinn er sterkt auðkenni sem við erum stolt af og þess vegna ákváðum við að stækka bláu litapallettuna og nota dýpri bláa liti til aðgreina þær fjölbreyttu þjónustur sem vörumerkjafjölskyldan samanstendur af. Þannig sköpum við heildarmynd sem er skýr, traustvekjandi og auðþekkjanleg. Að auki notum við skæran vatnsbláan og appelsínugulan sem aukaliti til áherslu og í myndefni.

Letur

Við einsettum okkur að búa til nútímalega og aðgengilega litapallettu. Hún þurfti að vera í samræmi við aðgengisreglur til að vera læsileg sem flestum.   Símablái liturinn er sterkt auðkenni sem við erum stolt af og þess vegna ákváðum við að stækka bláu litapallettuna og nota dýpri bláa liti til aðgreina þær fjölbreyttu þjónustur sem vörumerkjafjölskyldan samanstendur af. Þannig sköpum við heildarmynd sem er skýr, traustvekjandi og auðþekkjanleg. Að auki notum við skæran vatnsbláan og appelsínugulan sem aukaliti til áherslu og í myndefni.

Myndheimur

Við notum bjartar og dýnamískar ljósmyndir af fólki sem notendur geta mátað sig við, og nýtum okkar nútímalega þrívíddargrafík til að draga upp mynd af vörum okkar og þjónustu í sjónrænu umhverfi þar sem allt er mögulegt Vörumerkið notast nú í auknum mæli við hreyfðar auglýsingar, sem er meðal þess sem skapar því ferskt og fágað yfirbragð.

Umbrot

Rannsóknarvinna okkar leiddi í ljós að tengsl eru mikilvægt gildi vörumerkisins. Því völdum við að nota formin úr myndmerkinu, breyta skalanum og láta þau skarast, og til að gera þau að táknmyndum fyrir tengsl. Útkoman er síðan sveigjanlegt umbrot sem hentar vel í stafrænum heimi og má laga að hvaða miðli sem er.

Komdu til Símans

Hjá okkur færðu síma, net og afþreyingu fyrir þig og fjölskylduna, allt á einum stað. Fáðu tilboð og leyfðu okkur að einfalda þér lífið.