Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Þú getur meira með SímanumÞú getur meira með Símanum

Ársskýrsla 2022

Allt frá stofnun árið 1906 hefur Síminn leikið lykilhlutverk fyrir íslenska þjóð. Síminn tengir fólk saman og styttir fjarlægðir milli staða þökk sér fyrsta flokks fjarskiptaþjónustu og styttir stundir og skemmtir með Sjónvarpi Símans.

Árið 2022 var eitt viðburðaríkasta ár í sögu Símans sem á þessu ári spannar 117 ár. Niðurstaða ársins er sú besta í rekstrar sögu félagsins og fjölmargar vörður voru lagðar í átt að breyttu nútímalegra fyrirtæki sem verður enn betur í stakk búið að veita fyrsta flokks þjónustu, fjarskipti og afþreyingu til einstaklinga og fyrirtækja.

Samstæðan

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður
Samstæðan

Fjarskipti efla og auðga lífið

Síminn er rótgróið íslenskt vörumerki sem veitir heildstætt framboð fjarskipta- og afþreyingarþjónustu til heimila og fyrirtækja.

Síminn er móðurfélag Símans Pay og Radíómiðunar þar sem okkar helsta markmið er að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki, með besta reksturinn og að hér sé stunduð stöðug nýsköpun í sátt við haghafa, samfélagið og umhverfið.

Nýr kafli hefst
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður

Nýr kafli hefst

Síðastliðið ár verður að teljast eitt hið viðburðaríkasta í sögu Símans. Stærsti áfangi ársins var að ljúka við sölu á Mílu sem var endapunktur á margra ára flóknu ferli. Stefna félagsins var aðlöguð í takt við breyttar aðstæður og skipulagi breytt. Síminn skilaði svo sinni bestu rekstrarafkomu á síðasta ári. Það er ekki sjálfgefið á sama tíma og unnið er að mjög stórum umbreytingaverkefnum. Fyrir þennan árangur eiga stjórnendur og starfsfólk Símans miklar þakkir skildar.

Á öxlum hluthafa, stjórnenda og starfsfólks stórfyrirtækis á borð við Símann hvílir mikil ábyrgð. Sameiginlegt verkefni okkar er að reka félagið með ábyrgum hætti, veita tugþúsundum viðskiptavina frábæra þjónustu, móta og aðlaga stefnu fyrirtækisins í samræmi við hraða tækniþróun og síauknar kröfur neytenda, og síðast en ekki síst, skila hluthöfum arði af fjárfestingu sinni í félaginu.

Fyrir fjórum árum síðan var Síminn að mínu viti nokkuð staðnaður. Reksturinn var vissulega í stöðugu horfi, en félagið hafði ekki tekið neinum grundvallarbreytingum um árabil. Á meðan hafði heimurinn utan veggja Símans breyst verulega. Fjárfestar sýndu félaginu lítinn áhuga en frá skráningu Símans á markað árið 2015 hafði gengi félagsins aðeins hækkað um 15% á fjórum árum eða sem nemur um 4% á ári.

Með nýrri sýn á áherslur í rekstri félagsins og sölu á dótturfélögum tókst að skapa mikil verðmæti. Á síðustu fjórum árum hefur gengi hlutabréfa í félaginu næstum þrefaldast. Heildarvirði hlutafjár Símans, að meðtöldum arðgreiðslum og endurkaupum hlutafjár síðastliðin fjögur er 97 milljarðar króna og virði Símans hefur því aukist um rúmlega 62 milljarða króna króna á tímabilinu. Árleg ávöxtun hluthafa Símans síðastliðin fjögur ár er 30%.

Síminn er ekki lengur þunglamaleg stofnun, föst í viðjum vanans og auk þess fjötruð í regluverki sem átti rætur að rekja til sögu félagsins sem fyrrverandi ríkisfyrirtækis. Síminn í dag er létt, kvikt og nútímalegt stafrænt þjónustufyrirtæki, sem veit nákvæmlega hvar fókusinn á að vera, og hvar hann á ekki að vera.

Stærstur hluti þessarar 62 milljarða króna verðmætaaukningar hefur skilað sér í útgreiðslum til hluthafa, einfaldlega vegna þess að Síminn hafði ekki not fyrir þessa fjármuni. Það er því verkefni hluthafanna að ráðstafa þessum fjármunum eins og þeim hentar.

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga hátt í 60% hlutafjár í Símanum og verðmætaaukning þeirra síðastliðin fjögur ár vegna árangurs Símans því um  37 milljarðar króna. Ávöxtun þeirra fjármuna sem lífeyrissjóðirnir stýra eru grundvallarforsenda útgreiðslna lífeyris og aukningu lífeyris yfir langan tíma. Án arðsemi fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna og útgreiðslu fjármuna frá þeim væri ekki hægt að viðhalda, hækka og greiða lífeyri.

Verðbréfasjóðir, tryggingafélög og einkafjárfestar, sem eiga samtals um 40% hlutafjár í Símanum, sem og auðvitað lífeyrissjóðirnir, eru svo líklegir til þess að veita þessum fjármunum áfram í ný fjárfestingaverkefni. Þau verkefni geta verið af ýmsum toga, t.d. til að efla sókn fyrirtækja eða nýsköpunarverkefni sem skapa fjölda starfa og auka útflutningstekjur, en öll eiga þau það sammerkt að markmiðið er að að búa til eða auka verðmæti, öllum til hagsbóta.

Hluthafar, stjórnendur og starfsmenn Símans hafa fulla ástæðu til að vera stoltir af verkum sínum á síðasta ári og frábærum árangri á síðustu árum. Að sama skapi er full ástæða til bjartsýni þegar horft er fram veginn; Síminn er á frábærum stað í dag og í kjörstöðu til að uppfylla auknar væntingar viðskiptavina með sífellt betri vörum og þjónustu, og síðast en ekki síst, halda áfram að auka virði hluthafa.

Nýr kafli hefst
Óskar Hauksson, fjármálastjóri

Traustur efnahagur býr til mikil tækifæri

Það var afar ánægjulegt að sjá sterka rekstarniðurstöðu árið 2022. Vissulega er þrýstingur á kostnaðarhækkanir en styrkur viðskiptalíkans Símans kom glögglega í ljós þar sem verulegur afkomubati varð frá árinu áður. Tekjuvöxtur var ágætur í okkar framlegðarmestu vörum og hvað mestur í farsíma- og sjónvarpsrekstri. Síminn mun áfram leggja mikla áherslu á sóknarbolta á þessu ári og fyrir dyrum stendur að aðlaga núverandi vöruframboð enn betur að þörfum viðskiptavina okkar auk þess sem spennandi nýjungar verða kynntar. Hluti af þeim munu tengjast fjártækni og dótturfélaginu Síminn Pay sem er að ná athyglisverðum árangri í útlánum til viðskiptavina.

Eðlilega var hápunktur ársins að ljúka sölu á Mílu, stærsta dótturfélagi Símans. Ef hluthafar Símans samþykkja tillögur stjórnar um lækkun hlutafjár á aðalfundi þá mun Síminn hafa skilað 47,2 milljörðum til hluthafa vegna sölunnar. Síminn stendur traustum fótum í dag með eiginfjárhlutfall sem er í kringum 55%, lausafjárstaða er rúm og skuldir litlar. Í kjölfar hlutafjárlækkunar verða Nettó skuldir / EBITDA 0,6x. Slík skuldsetning er lægri en stjórendur Símans vilja hafa til framtíðar og mun félagið leita leiða til þess að nýta mikla fjárfestingagetu til þess að sækja á núverandi og nýja markaði með það að leiðarljósi að halda áfram að búa til verðmæti fyrir hluthafa.

Stjórn Símans 2022

Jón Sigurðsson stjórnarformaður

Jón Sigurðsson stjórnarformaður

Jón Sigurðsson er fæddur 1978, hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 21. mars 2019. Jón er viðskiptafræðingur og er forstjóri Stoða hf., en Stoðir eiga 15,93% hlutafjár í Símanum. Jón er stjórnarformaður S121 ehf., og situr í stjórn Stoða hf, K190 hf., Sökkla eignarhaldsfélags ehf., Bjarg Invest ehf., S380 ehf., Straumnes ehf., Straumnes eignarhaldsfélags ehf., Straumnes Ráðgjafar eh., Square ehf. og S120 ehf.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Sigrún Ragna Ólafsdóttir er fædd 1963, hún var fyrst kosin í stjórn félagsins 11. mars 2021. Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1987, fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1990 og lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Sigrún Ragna er stjórnarformaður Stefnis hf. og Auðkennis ehf. auk þess sem hún situr í stjórn Ekin ehf.

Bjarni Þorvarðarson

Bjarni Þorvarðarson

Bjarni Þorvarðarson er fæddur 1966, hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 21. mars 2019. Bjarni lauk B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og síðar meistaragráðum í rafmagnsverkfræði frá University of Wisconsin, Madison, 1991, í alþjóðaviðskiptum frá ISG í París 1993 og fjármálafræðum frá London Business School árið 1998. Bjarni er stjórnarformaður Coripharma ehf., Coripharma Holding hf., Matorka ehf. og Stakrar Gulrótar ehf., og situr í stjórn Eikar fasteignafélags hf., BKP Invest ehf., Inning ehf., og Sinnis ehf.

Arnar Þór Másson

Arnar Þór Másson

Arnar Þór Másson er fæddur 1971, hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 11. mars 2021. Arnar Þór er BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science. Arnar Þór er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarformaður Marel hf.

Björk Viðarsdóttir

Björk Viðarsdóttir

Björk Viðarsdóttir er fædd 1978, hún var fyrst kosin í stjórn félagsins 11. mars 2021. Björk útskrifaðist sem Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2004 og lauk málflutningsprófi fyrir héraðsdómi 2009. Björk er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM hf. Björk situr ekki í stjórn annarra félaga.

+

24.572 m.kr.

Tekjur samstæðunnar voru 24.572 m.kr. á árinu 2022.

6.149 m.kr

EBITDA samstæðunnar var 6.149 m.kr. árið 2022.

35.261  m.kr.

Í árslok var eigið fé samstæðunnar 35.261 m.kr. og eiginfjárhlutfallið 68,9%.

7.240 m.kr.

Handbært fé frá rekstri var 7.240 m.kr. á árinu 2022.

Ársskýrsla 2022
Ársskýrsla 2022

Framkvæmd starfskjarastefnu

Síminn hefur sett sér starfskjarastefnu sem unnið er samkvæmt. Starfskjarastefna félagsins var tekin til allsherjar endurskoðunar af hálfu starfskjaranefndar árið 2021 með ytri ráðgjafa. Ný drög að stefnu voru að tillögu starfskjaranefndar samþykkt í stjórn Símans í byrjun árs 2022 og samþykkt á aðalfundi 2022. Samkvæmt stefnunni á hún að vera grunnur eftirsóknarverðra starfskjara hjá Símanum og að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa.

Starfskjaranefnd semur um kjör við forstjóra og stjórn félagsins samþykkir samning félagsins við forstjóra. Forstjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra starfsmanna félagsins og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við starfskjarastefnu og nánar framkvæmd samkvæmt leiðbeiningum starfskjaranefndar. Nefndinni er heimilt að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Nefndinni er ætlað samkvæmt hlutverki sínu að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfa 2021.

Starfskjaranefnd Símans starfsárið 2022-2023 skipuðu Jón Sigurðsson, sem er formaður nefndarinnar, Arnar Másson og Björk Viðarsdóttir. Starfskjaranefnd hélt 4 fundi starfsárið 2022-2023 og var full mæting á þá alla. Helstu ákvarðanir vörðuðu starfskjarastefnu, launakjör forstjóra og aukagreiðslur. Nefndin var forstjóra einnig til ráðgjafar vegna starfskjara framkvæmdastjóra og kjarasamninga á vinnumarkaði.

Í starfskjarastefnunni segir meðal annars varðandi kaupauka: „Kaupauki getur að hámarki numið fjárhæð sem samsvarar 4 mánaða grunnlaunum hjá forstjóra og æðstu stjórnendum. Skulu kaupaukar miðast við frammistöðu viðkomandi starfsmanna, afkomu félagsins og/eða mikilvæga áfanga í rekstri og starfsemi félagsins, þ. á m. hvort settum markmiðum hefur verið náð.“

Framkvæmdastjórn hefur á grundvelli ofangreindra ákvæða og forvera þeirra um nokkurra ára skeið rekið kaupaukakerfi fyrir stjórnendur vegna rekstrar og markmiða sem honum tengjast. Fyrir árið 2021, greitt á rekstrarárinu 2022, náðust markmið kerfisins og var greiddur þriggja mánaða kaupauki í samræmi við þá starfskjarastefnu sem þá var við lýði. Við birtingu ársreiknings fyrir 2022 þann 14. febrúar 2023 hafði ekki verið unnið úr kaupaukakerfi fyrir 2022 en síðan hefur það verið gert. Markmið kerfisins fyrir 2022 náðust, en hinn breytilegi þáttur byggðist á EBITDA og ýmsum einstaklingsbundnum frammistöðutengdum atriðum. Var þannig í mars 2023 greiddur fjögurra mánaða kaupauki í samræmi við núverandi starfskjarastefnu, til þeirra meðlima framkvæmdastjórnar sem störfuðu hjá félaginu í lok árs 2022. Þeir tveir framkvæmdastjórar sem hófu störf í júní 2022 fengu hlutfallslegan kaupauka frá þeim tíma. Alls námu þessar aukagreiðslur til forstjóra félagsins vegna rekstrar 18.900 m.kr. og aukagreiðslur til fjögurra framkvæmdastjóra vegna rekstrar námu samtals 35.800 m.kr.

Að auki hafa verið greiddir kaupaukar innan fyrirtækisins – til einstakra sölumanna og annarra starfsmanna en þeirra sem sæti eiga í framkvæmdastjórn – á undanförnum áratugum og var árið 2022 þar engin undantekning.

Föst laun forstjóra voru hækkuð um 6,2% á árinu 2022 og að meðaltali hækkuðu föst laun þeirra framkvæmdastjóra sem störfuðu hjá félaginu um áramótin 2022-23 um 3,2% frá launum framkvæmdastjóra félagsins áramótin 2021-22. Námu þær breytingar mun lægri prósentutölu en hækkun almennrar launavísitölu tímabilsins, sem var 12,4% árið 2022.

Í starfskjarastefnu félagsins: „Ef stjórn félagsins víkur frá starfskjarastefnunni skal það rökstutt í hverju tilviki fyrir sig og skal slíkur rökstuðningur færður í fundargerð viðkomandi stjórnarfundar eða í gerðarbók stjórnar.“

Í máli formanns stjórnar á hluthafafundi 26. október 2022 kom fram að stjórn félagsins hafi ákveðið í upphafi söluferlis Mílu árið 2021 að setja upp sérstakt hvatakerfi vegna verkefnisins, en sala Míla er stærsta fjármálalega aðgerð í 117 ára sögu Símans. Var þetta frávik frá hefðbundnum starfskjörum fært í fundargerð viðkomandi stjórnarfundar eins og starfskjarastefnan gerir ráð fyrir. Formaðurinn greindi jafnframt frá því á hluthafafundinum að lyktir söluferlis Mílu og tölulegar niðurstöður þess haustið 2022 hefðu leitt til þess að allir starfsmenn Símans fengu að lágmarki eins mánaðar kaupauka. Í tilfelli forstjóra og þeirra stjórnenda starfsmanna sem höfðu sinnt söluferli Mílu sérstaklega gegnum allt ferlið var greiddur allt að sex mánaða kaupauki.

Nánari upplýsingar um launakostnað Símans má finna í skýringu 8 í ársreikningi fyrir árið 2022 og í skýringu 32 eru um upplýsingar um þóknanir stjórnar og föst og breytileg laun framkvæmdastjórnar á árinu 2022.

Fyrir starfsárið 2023 mun breytilegur þáttur launa framkvæmdastjórnar byggjast á EBITDA, tekjum og einstaklingsbundnum atriðum. Að hámarki getur breytilegur þáttur numið fjórum auka mánuðum samkvæmt starfskjarastefnu.

Síminn

Traustur bakhjarl íslenskra heimila og fyrirtækja.

Síminn
Síminn

Örugg fjarskipti og úrvals afþreying

Þjónusta Símans snertir landsmenn alla með einhverjum hætti á hverjum degi. Við erum stolt af því að veita fyrsta flokks þjónustu, heimsklassa fjarskipti og stórkostlega afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Dreifikerfi Símans hefur lengi verið treyst af landsmönnum sem öruggur og góður valkostur en dreifikerfið var stóreflt á árinu með tugum nýrra 5G senda og sífelldum endurbótum á 4G kerfi Símans ásamt því að Síminn veitir internet- og sjónvarpsþjónustu yfir öll ljósleiðarakerfi landsins.

Sjónvarpsþjónusta Símans hefur vaxið og dafnað með efnisveituna Sjónvarp Símans Premium í fararbroddi og þökk sé traustu samstarfi við þekktustu framleiðendur heims ásamt fjölbreyttu innlendu efni fyrir alla aldurshópa hefur efnisvitan skipað sér sess sem val áhorfenda á Íslandi. Efni í Sjónvarpi Símans Premium hlaut 41 tilnefningu og vann 20 verðlaun á Eddu verðlaununum 2022.

Breytingar eini fastinn
Orri Hauksson, forstjóri

Breytingar eini fastinn

Fyrirtækjarekstur gengur út á að velja og hafna. Síminn hefur undanfarin ár kosið að láta af ýmiss konar starfsemi sem áður var innan vébanda hans. Rekstur grunninnviða í fjarskiptum hefur þannig verið seldur í hendur erlendra fagaðila og stór rekstur í upplýsingatækni sömuleiðis. Á móti hefur Síminn aukið áherslu á önnur svið, svo sem fjártækni og sjónvarp. Bætt þjónusta við hinn kröfuharða neytanda á Íslandi er hið síkvika markmið okkar. Hluthafar hafa notið góðs af umbreytingu undanfarinna ára, meðal annars í formi myndarlegra útgreiðslna hlutafjár í kjölfar sölu eininga.


Tíminn stendur ekki í stað. Síminn fjárfesti í þjónustuinnviðum sínum fyrir metfé árið 2022 og mun áfram í ár breyta sínum innri ferlum og kerfum af miklum móð. Kúfur þessarar fjárfestingahrinu gengur niður á þessu ári og verður að baki á því næsta. Ástæðan fyrir því að við höfum nýtt breytingaferlið til fjárfestinga er að ný geta í framtíðinni til að keppa um hylli viðskiptavinarins útheimtir fjárfestingar í dag. Frá og með þessu ári er félagið hreinræktað stafrænt þjónustufélag, sem velur sér bestu birgja á Íslandi og erlendis. Efnahagur félagsins er léttur og skuld lítill og mannauður félagsins er blanda af tryggu starfsfólki með mikla reynslu og nýju fólki með fersk sjónarmið.


Við bíðum spennt eftir að njóta minnkaðrar reglubyrði í fyrsta sinn. Sem minna og lipurra félag en áður, sem ekki er markaðsráðandi á neinum markaði, treystum við að lagalegt jafnræði muni ríkja á markaði. Síminn á í harðri samkeppni við innlenda og erlenda aðila. Aukið frelsi félagsins til að keppa í nútímaumhverfi leiðir til betri þjónustu og betri kjara fyrir hinn almenna neytanda á Íslandi. Við höldum áfram að bæta vöruúrval okkar í sjónvarpi, 5G, heimilispökkum og fjártækni. Við höfum verið afar meðvituð um kostnað og munum áfram leitast við að halda lágmarka hann, en leggjum nú meira upp úr nýrri tekjumyndun en fyrr.


Einu viljum við ekki breyta. Við hyggjumst ekki þiggja styrki frá skattgreiðendum. Það er eitt af mörgu sem greinir okkur frá nær öllum keppinautum okkar í fjarskiptum og fjölmiðlum. Ég vil þakka öflugu starfsfólki Símans fyrir að halda félaginu sterku og sjálfstæðu á harðri samkeppni á markaði.

Síminn Pay

Staða útlána hjá Síminn Pay nam 1.790 m.kr í árslok 2022.

20 Eddu verðlaun

Íslensk framleiðsla í Sjónvarpi Símans hlaut 20 Eddu verðlaun og 41 tilnefningu.

5G

Yfir 80 nýir 5G sendistaðir víða um land

Venjulegt fólk

Fimmta þáttaröð af Venjulegu fólki var spiluð 245 þúsund sinnum í Sjónvarpi Símans.

Samstæðan, viðtal við stjórnarformann


Ársreikningur Símans

Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga. Allar fjárhæðir eru í milljónum króna.

Rekstrarreikningur

Rekstrarreikningur

Efnahagsreikningur

Ársreikningur  Mynd1

Sjóðstreymisyfirlit

Sjóðstreymisyfirlit

Starfsþættir

Starfsþættir

Sjálfbærni hjá Símanum

Gildi Símans eru tengd sjálfbærniáherslur. Ábyrgur og arðbær rekstur ásamt því að umgangast umhverfið og fólk af virðingu skiptir okkur máli. Síminn hefur frá upphafi notið trausts þjóðarinnar sem starfsfólk Símans tekur ekki sem sjálfsögðum hlut og við viljum vera virkur þátttakandi í samfélaginu og þannig nýta þekkingu okkar og þjónustu til góðra verka.

Síminn skapar tækifæri
Sjálfbærnistefna

Síminn skapar tækifæri

Á árinu 2022 var sérstakt svið, sjálfbærni og menning stofnað innan Símans til að gera sjálfbærni enn hærra undir höfði innan Símans og þannig auka vægi sjálfbærni sem hluta af daglegum rekstri Símans. Þannig er innleiðing umhverfisstjórnunarkerfis langt komin en þannig verður hægt að setja fram mælanleg markmið sem starfsfólk Símans vinnur saman að. Fjölmörg spennandi verkefni voru sett af stað á árinu sem öll tengjast sjálfbærnistefnu Símans og þá sérstaklega m.t.t. til jafnréttismála.

Öryggi, bæði raunlægt og í stafrænum heimi er tekið alvarlega hjá Símanum og er hluti af menningu okkar. Síminn er ISO 27001 vottaður og starfrækir virkt stjórnunar- og gæðakerfi sem nær til alls upplýsingaöryggis en vottunin er sú víðtækasta á íslenskum fjarskiptamarkaði. Skýrt verklag, stöðugar umbætur ferla og prófanir á ferlum og kerfum auka þjónustustig, þekkingu starfsfólks og tryggja fumlaus vinnubrögð þegar mikið liggur við.

Á árinu undirritaði Síminn samstarf við Háskólann í Reykjavík þar sem Síminn skuldbindur sig að greiða skólagjöld kvenna sem stunda nám við tæknigreinar ásamt því að styðja við Vertonet, samtök kvenna í upplýsingatækni og jafnréttisvog FKA.

Sjálfbærniskýrsla

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við höfum sett þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í forgrunn. Þau eru valin með starfsemi Símans að leiðarljósi og getu fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á haghafa, samfélag og umhverfið.

Jafnrétti kynjanna

Síminn stuðlar að auknu kynjajafnrétti hjá Símanum með markvissum aðgerðum í Jafnréttisvísi og eyða kynbundnum launamun. Auk þess vinnur Síminn að menntun og þjálfun kvenna í tækni með háskólasamfélaginu.

Nýsköpun og uppbygging

Aukin stafvæðing, að gera sem flesta hluti stafræna og læsilega tölvum er nátengt starfsemi Símans. Við vinnum að þróun sjálfbærra og kolefnislágra innviða í fjarskiptageiranum og styðjum við íslenska máltækni.

Sjálfbærar borgir og samfélög

Síminn vinnur að því að innleiða kolefnislága stafræna innviði sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum Símans sem og þeirra sem nýta tæki og tækni Símans.

Starfsfólk

Fjöldi starfsfólks: 285

Stöðugildi

Alls 288 stöðugildi

Meðal starfsaldur hjá Símanum:

10,5 ár

Kynjahlutföll:

Karlar: 64%

Konur: 37%

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfbærni og menningar

Menning sem styður við vöxt

Árið 2022 var ár breytinga hjá Símanum en farið var í stefnumótunarvinnu í kjölfar sölunnar sem allt starfsfólks Símans kom að. Það var afar mikilvægt og gagnlegt að fá allt starfsfólk félagsins að borðinu í þessa vegferð að móta framtíð Símans. Við þau tímamót sköpuðust tækifæri til endurskilgreiningar á hlutverki Símans sem nú er skilgreinir sig sem þjónustufyrirtæki sem tengir fólk saman.


Sjálfbærni fær aukið vægi
Skipuriti félagsins var breytt á árinu til að styðja við breytingarnar og var m.a. sett á fót nýtt svið sjálfbærni og menningar þar sem sjálfbærni, markaðsmál, mannauður, starfsumhverfi og menning eru saman á einu sviði. Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð fékk þannig aukið vægi og hefur fyrirtækið sett þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í forgrunn; jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbyggingu og sjálfbærar borgir og samfélög. Öll tengjast þau beint fjölmörgum verkefnum sem Síminn vinnur markvisst að bæði innan félagsins sem utan.


Vellíðan starfsfólks í fyrirrúmi
Síminn leggur áherslu á vinnustaðamenningu sem býður upp á opin samskipti, sveigjanlegt og jákvætt starfsumhverfi. Þar sem að starfsfólk upplifir tækifæri til að þróast og það sé hluti af heild. Menning sem laðar að fjölbreyttan hóp hæfileikaríks starfsfólks og skilar fyrirtækinu árangri og ánægðum viðskiptavinum. Símanum er annt um heilsu og vellíðan starfsfólks og við erum ávallt að leita leiða til að styrkja og styðja starfsfólkið okkar. Á árinu var í starfsfólki í fyrsta sinn boðið upp á velferðarþjónustu þar sem því stendur til boða ýmis úrræði s.s sálfræðiaðstoð, fjármálaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf, heilsufarsráðgjöf og margt fleira til að takast á við áskoranir í lífi og starfi.


Breytum staðalímynd tæknistarfa
Síminn og Háskólinn í Reykjavík undirrituðu fimm ára samstarfssamning um stuðning Símans við konur með framúrskarandi námsárangur til náms í tæknigreinum í HR. Markmið samstarfsins er að fá ungar konur til að íhuga tæknigreinar sem valkost í námi og fjölga konum sem útskrifast úr tæknigreinum. Við trúum að þessi vegferð muni styrkja atvinnulífið til framtíðar, auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni og skapa mikið virði fyrir íslenskt samfélag. Samhliða viljum við ásamt HR ögra staðalímyndum og stuðla að fjölbreyttari vinnumarkaði.
Síminn er jafnframt stoltur styrktaraðili átaksverkefnis Vertonet um að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni. Vertonet, samtök kvenna í upplýsingatækni sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölbreyttri ímynd upplýsingatækninnar og taka þátt í að breyta staðalímynd tæknistarfa.


Umhverfismál í forgrunni
Á árinu hófst innleiðing á umhverfisstjórnunarkerfinu Klöppum en markmiðið er að halda utan um alla umhverfisþætti fyrirtækisins með skilvirkum hætti. Sjálfbærniráð Símans tók jafnframt til starfa sem hefur það hlutverk að leiða sjálfbærnivegferð Símans. Við höfum lagt áherslu á að virkja starfsfólks með okkur í umhverfismálunum og m.a. hvatt til umhverfisvænna samgangna með samgöngustyrk, byggingu hjólageymslu og uppsetningu rafmagnshleðslustöðva.

Magnaður mars
Nýsköpun hefur alltaf verið hluti af menningu Símans enda hefur fyrirtækið drifið áfram framfarir í yfir 100 ár, fyrst á sviði fjarskipta og síðar afþreygingu og nú fjártækni. Rík áhersla er lögð á nýsköpun innan Símans og er marsmánuður sérstaklega tileinkaður innri nýsköpun þar sem starfsfólk fær tækifæri og svigrúm til að spreyta sig á nýjum áskorunum sem drifin eru áfram af þeirra frumkvæði. Mörg skemmtileg og áhugaverð verkefni hafa sprottið úr Mögnuðum mars sem auðga menningu fyrirtækisins.