Störf í boði

Hafir þú áhuga á að starfa fyrir Símann þá fylltu út almenna starfsumsókn eða sæktu um laust starf. Vinsamlega athugið að fylla þarf út umsóknarform hér á vefnum þegar sótt er um starf. Hægt er að senda ferilskrá sem viðhengi með umsókn.

Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Jafnlaunavottun gerir skýra kröfu um að málefnaleg sjónarmið stýri launum starfsmanna og að tryggt sé að kyn hafi ekki áhrif á launaákvarðanir. Menntun, reynsla, þekking, ábyrgð, álag ásamt árangri og fleiri þáttum stýrir launastefnu Símans. Sjá nánar í frétt um jafnlaunavottun.

Hérna er hægt að skoða hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þegar þú sækir um starf hjá okkur.

Þjónustufulltrúi í verslun
Skráð: 18.06.2019

Síminn leitar að hressu fólki til að ganga til liðs við öflugan hóp starfsmanna í verslunum Símans. Í boði er framtíðarstarf sem felur í sér sölu og ráðgjöf til viðskiptavina.

Við leitum að fólki sem..

· hefur framúrskarandi söluhæfileika

· hefur góða samskiptahæfileika og þjónustulund

· sýnir frumkvæði

· er stundvíst

· hefur áhuga á að læra nýja hluti

Í boði er fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega.

Opnunartímar verslana má finna hér.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní n.k. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Þjónustufulltrúi í þjónustuver
Skráð: 18.06.2019

Síminn leitar að hressu fólki með mikla þjónustulund til starfa í þjónustuveri fyrirtækisins. Í boði er framtíðarstarf í skemmtilegum og samheldnum hópi sem hefur ánægju af því að leysa mál viðskiptavina hratt og örugglega.

Við leitum að fólki sem..

· hefur framúrskarandi þjónustulund

· hefur góða samskiptahæfileika

· er stundvíst

· hefur áhuga á að læra nýja hluti

· getur tileinkað sér öguð vinnubrögð

Í boði er 100% starf í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega.

Opnunartímar þjónustuvers eru frá klukkan 9:00 til 20:00 virka daga og frá klukkan 12:00 til 19:00 um helgar.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní n.k. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.