Normal People er einlæg og hjartnæm þáttaröð sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir Sally Rooney. Þáttaröðin fjallar um samband þerra Marianne og Connell sem koma frá ólíkum stöðum í samfélaginu. Þau mynda sérstök tengsl sem þau eru staðráðin í að leyna frá öðrum. Hann er vel liðinn og vinsæll í skólanum á meðan Marianne er einmana og þykir ógnandi. Hlutverk þeirra breytast þegar þau halda í háskólanám þar sem Marianne blómstrar en Connell situr eftir á hliðarlínunni og fylgist með.
Þáttaröðin hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og er öll aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.