Það gleður okkur að tilkynna að önnur þáttaröð af And Just Like That er komin í Sjónvarp Símans. Eins og kunnugir vita eru þættirnir skemmtilegt framhald af hinum víðfrægu þáttum Sex And The City.
Í þessum nýja kafla heldur ástin áfram að flækjast fyrir Carrie Bradshaw og vinkonum hennar í borginni. Gamlir elskhugar skjóta upp kollinum sem setur flækjuna á nýjan stall. Í Sex And The City voru aðalleikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis ásamt Kim Cattrall í hlutverki hinnar skrautlegu Samönthu.
En þegar fyrri þáttaröð And Just Like That var sýnd var hinsvegar engin Samantha, aðdáendum þáttanna til mikilla ama. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem framleiðendur þáttanna hafa tilkynnt að von sé á endurkomu Samönthu. Það er því full ástæða til að stilla inn á Sjónvarp Símans næstu daga og berja þessu stórskemmtilegu þáttaröð augum.