Sænski leikstjórinn Lasse Hallström, sem þrívegis hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, leikstýrir þáttaröðinni. Þættirnir eru framleiddir af CBS / Paramount, Stampede Ventures og íslenska framleiðslufyrirtækinu Truenorth. Framleiðendur Truenorth eru Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson, en John Paul Sarni og Greg Silverman framleiða fyrir Stampede.
Breski leikarinn Jack Bannon, sem lék aðalhlutverkið í HBO þáttaröðinni Pennyworth, leikur nýja samstarfsmann Huldu. Aðrir leikarar í veigamiklum hlutverkum eru Douglas Henshall, Þorsteinn Backman, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ólafur Darri Ólafsson og Björn Hlynur Haraldsson.