Tónlist spilar stórt hlutverk í jóladagskránni og sýnum við upptökur frá skemmtilegum hátíðartónleikum sem Síminn tók upp fyrir síðustu jól en hafa ekki verið sýndir áður.
Jólastuð Samma eru frábærir jólatónleikar þar sem Samúel Jón Samúelsson og stórsveit hans fer á kostum og frábærir gestasöngvarar koma okkur öllum í jólaskap. Einnig bjóðum við upp á upptöku frá jólatónleikum með Eivör Pálsdóttur sem láta engan ósnortinn. Auk þess búum við vel að jólatónleikum fyrri ára.