Mannauður
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við bjóðum upp á hvetjandi starfsumhverfi, fjölbreytt verkefni og leggjum við áherslu á virka starfsþróun, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða aukinnar ábyrgðar.

Störf í boði
Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi.
Engin störf fundust.
Vinnustaðurinn
Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu og hvetjum til opinna og hreinskiptra skoðanaskipta, þannig er oft best að leysa krefjandi verkefnin sem nóg er af. Starfsfólk Símans er með fjölbreytta menntun og ólíka reynslu og hér er alltaf nóg um að vera, í vinnu og leik.
Síminn sem vinnustaður - myndbandJafnrétti
Síminn hlaut fyrstur íslenskra fjarskiptafélaga jafnlaunavottun. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og viljum gera enn betur. Starfsþróun er einnig rík hjá Símanum og viljum við gefa hæfu fólki tækifæri til að blómstra og þróast áfram í starfi, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða meiri stjórnunarábyrgðar.
Vinnuaðstaðan
Við bjóðum fyrsta flokks vinnuaðstöðu, frelsi til athafna og hvetjum til opinna samskipta milli fólks. Símafjölskyldan byggir á trausti og hvetjandi samtölum þar sem öll skipta máli ásamt því að við viljum jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Verði þér að góðu!
Fyrsta flokks mötuneyti sem galdrar fram rétti frá öllum heimshornum ásamt Kaffigarðinum okkar sem er hjarta fyrirtækisins.
Við erum saman í liði!
Í samstarfi við Heilsuvernd hefur starfsfólk Símans aðgang að fagaðilum, t.d. læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og fjölda fagaðila sem eru til staðar fyrir þig.