Færðu ekki són í símann? eða eru skruðningar á línunni?

Ef þú færð ekki són

Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:

  • Er símasnúran örugglega í sambandi við veggtengilinn og símtækið?
  • Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi?
  • Hefur síminn virkað á þessum stað áður?

Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka.  Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.

Ef þú ert með skruðninga á línunni.

Byrjaðu á því að athuga hvort símtækið er bilað. Ef þú ert með fleiri en eitt símtæki skaltu kanna hvort skruðningur sé í öllum tækjum. Ef svo er skaltu prófa að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo hægt sé að útiloka að bilunin stafi frá þeim.

Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2