Getur rafmagn haft áhrif á beini og myndlykil?

Já, ef truflanir koma á skjáinn þegar kveikt er á einhverju rafmagnstæki er ástæðan að öllum líkindum sú að þráðlaust sjónvarpstengi og viðkomandi rafmagnstæki eru tengd á sömu rafmagnsgrein í húsinu. Truflanir vegna rafmagnstækja ættu þó aðeins að vara í stutta stund og hverfa fljótt.

Gakktu úr skugga um að þráðlausu sjónvarpstengin séu tengd beint í vegg eða í fyrsta tengi við snúru fjöltengis.

Rafmagnstengill, sem er staðsettur við hliðina á símatengli, getur valdið truflunum á netsambandinu milli beinis og símstöðvar. Ef vandamálið er enn til staðar má prófa að færa tengin til í íbúðinni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2