Outlook uppsetning í tölvu

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar fyrir outlook 2019 og 2016.

Outlook 2019
  • Byrjið á því að opna Outlook, velja File og svo Add Account.
  • Smella á Advanced options og haka í Let me set up my account manually.
  • Veljið næst IMAP í næsta reit
  • Setjið inn lykilorðið fyrir tölvupóstfangið í næsta reit

Haka við Let me set up my account manually

Póstþjónn

Næst þarf að fylla inn upplýsingar fyrir póstþjón.

Upplýsingar um póstþjón
Uppsetningu lokið

Nú ætti uppsetningu að vera lokið.

  • Taka hakið úr Set up Outlook on my Mobile phone og velja svo Done.
Taka hak af Set up Outlook Mobile on my phone.

Outlook 2016

Opnaðu Outlook
Opnaðu Outlook 2016 og veldu File og síðan Add account.

Uppsetning
Veldu Manual setup or additional server types og Next. Næst er hakað við Pop or IMAP og síðan aftur Next.

Fylltu út upplýsingar

  • Your Name: Nafnið sem á að vera á tengingunni.
  • E-mail Address: Netfangið þitt.
  • Account Type: Við mælum með að hér sé valið IMAP. Einnig er hægt að velja pop3 en sömu stillingar eru notaðar og við IMAP.
  • Username: Netfangið þitt.
  • Password: Lykilorð fyrir tölvupóstinn þinn.

Hakaðu í Automatically test account settings og veldu More settings.

Póstþjónn
Næst er skrifað postur.simnet.is í Incoming mail server og Outgoing mail server. Velja OK.

Póstþjónn uppsetning

Prófun
Veldu Next og athugaðu hvort það koma ekki upp græn hök eins og myndin sýnir og veldu Close.

Uppsetningu lokið
Veldu Finish og þá er uppsetningu lokið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2