VoLTE

VoLTE – aukin gæði yfir farsímakerfi Símans

Á næstu vikum mun Síminn virkja VoLTE (Voice over Long-Term Evolution) í auknum mæli hjá viðskiptavinum sínum sem þýðir aukin hljómgæði símtala. Um er að ræða næstu kynslóð talsíma yfir farsímakerfi og mun símtalið fara yfir 4G og 5G kerfi Símans í stað þess að nýta 2G og 3G kerfin áður. VoLTE er nauðsynlegt til að tryggja hnökralausa upplifun t.d. í reiki í Bandaríkjunum en fjarskiptafélög þar í landi hafa hafið að slökkva á 2G og 3G kerfum sínum.

Styður tækið mitt VoLTE?

Til að nýta VoLTE þjónustu Símans þarf símtækið að styðja VoLTE en flest símtæki sem komið hafa á markað síðustu ár styðja VoLTE. Ef þú ert ekki viss má leita upplýsinga á heimasíðu framleiðanda eða fá aðstoð í þjónustuveri Símans. Nauðsynlegt er að tryggja að síminn þinn hafi allar nýjustu uppfærslur sem í boði eru.

Dæmi um tæki sem styðja VoLTE hjá Símanum:
  • Apple iPhone 8 og nýrri útgáfur
  • Samsung Galaxy S10 og nýrri útgáfur
  • Samsung A týpur, þriggja ára og yngri
iPhone símar með stýrikerfi iOS 16 eða nýrra ættu sjálfkrafa að vera með kveikt á VoLTE. Til að kveikja á VoLTE þarf að:
  • Fara í 'Settings'
  • Smella á 'Mobile Data'
  • Tryggja að kveikt sé á 'Mobile Data'
  • Smella á 'Mobile Data Options'
  • Smell á 'Voice & Data'
  • Tryggja að hak sé við '4G'/'LTE' eða '5G Auto'/'5G On'
  • Ef það er sérstakt VoLTE hak þarf að tryggja að kveikt sé á því
Fyrir Android tæki:
  • Fara í 'Settings'
  • Smella á 'Network & Internet' eða 'Connections'
  • Smella á 'Call'. Gæti einnig heitið t.d. 'Cellular Network', 'Mobile Network' eða 'Mobile Data'
  • Smella á 'Preferred Network Type' eða 'Network Mode'
  • Velja '4G'/'LTE' eða '5G' og virkja 'VoLTE'/'HD Voice' eða 'Enhanced Calling'

Skýringarmynd1Skýringarmynd2