Stjórn og rekstur
Stjórnarhættir hjá Símanum eru skilgreindir sem umgjörð utan um umsýslu og stjórnun fyrirtækisins og tæki til samskipta milli stjórnenda fyrirtækisins, félagsstjórnar, hluthafa og annarra hagsmunaaðila.
Hlutabréfaupplýsingar
Síðustu viðskipti
13.65
-0.73%
Útgefin hlutabréf
2.475.000.000
Útistandandi hlutir
2.354.521.718
Markaðsvirði
32.139.221.451
Síminn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og eru þeir markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og siðareglum félagsins auk þess sem félagið hefur innleitt samkeppnisréttaráætlun í starfsemi sína sem er mikilvægur hluti af stjórnarháttum þess.
Stjórnarhættirnir taka mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfa 2021.
Stjórn Símans

Jón Sigurðsson
Stjórnarformaður

Sigrún Ragna Ólafsdóttir
Varaformaður

Bjarni Þorvarðarson

Arnar Þór Másson

Valgerður Halldórsdóttir






