Til baka í stjórn og rekstur

Hjörtur Þór Steindórsson

Hjörtur Þór Steindórsson

Framkvæmdastjóri Fjármála

Hjörtur hóf störf sem framkvæmdastjóri fjármála Símans haustið 2025. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka í nítján ár, árin 2013-2019 sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði og svo frá árinu 2019 sem forstöðumaður á sviði fyrirtækja og fjárfesta. Þar á undan starfaði hann í fimm ár sem lána- og fjárfestingastjóri hjá UPS Capital í Bandaríkjunum. Hjörtur hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Hartford háskóla í Connecticut og M.A. gráðu í hagfræði frá Trinity College í sama fylki Bandaríkjanna. Þá hefur Hjörtur einnig lokið námi í stjórnun frá Wharton Business School og prófi í verðbréfaviðskiptum.