Margir snjallsímar eru stilltir þannig að þeir sækja reglulega tölvupóst og GPS staðsetningu yfir Internetið. Í reiki getur verið gott að breyta þessum stillingum til að forðast óþarfa kostnað.
Símar sem hafa innbyggt GPS notast yfirleitt við stutt GPS (e. aGPS eða AGPS) sem þýðir að ef GPS er notað, fer síminn á Internetið (2G/3G) til að finna hvar hann er og fá nákvæmari staðsetningu. AGPS hraðar til muna ferlinu sem tekur að fá staðsetningu en getur líka verið mjög kostnaðarsamt í reiki.
Hægt er að slökkva á þessari virkni (AGPS) og nota eingöngu hrátt GPS, sem talar beint við GPS tunglin. Sé það ekki gert, notar GPS virknin Inter nettenginguna með tilheyrandi gagnamagni og kostnaðarálagi.
Við mælum með að slökkt sé á hringiflutningi í talhólf eða önnur númer.