Cisco Webex er nýjung í þjónustuframboði Símavistar. Forritið sem er í boði fyrir bæði tölvur og snjallsíma, sameinar símtöl, skilaboð, fundi, samnýtingu skjala, töflu, samvinnutóla og fleira - í einu glæsilegu appi. Webex er fersk og heildstæð samstarfslausn og geta viðskiptavinir valið úr sveigjanlegum pökkum sem hentar þeirra rekstri, en Símavist hentar fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Þeir notendur sem ekki hafa Admin réttindi að tölvum sínum eiga samt sem áður að geta framkvæmt uppfærsluna. Í einhverjum tilfellum gæti þó verið að þörf á aðstoð frá viðkomandi rekstraraðila tölvukerfis fyrirtækisins. Hér má finna uppsetningarskránna sé hennar þörf.
Þú getur sótt Webex forritið á vefsíðunni þeirra.
Skráðu þig svo inn í forritið með notandanafninu þínu og lykilorði.
Ef þig vantar notandanafn og lykilorð getur þú smellt hérna.
Frábært! Byrjaðu að leita að samstarfsfólki í forritinu til að senda þeim skilaboð eða hringja í þau. Hafðu í huga að til þess að eiga samskipti við samstarfsmenn þína þurfa þeir einnig að nota Webex.
Allar upplýsingar um virkni má finna hérna á heimasíðu Cisco Webex.
Þegar þú sóttir Webex þá fluttust tengiliðirnir þínir ekki sjálfkrafa með. Eina sem þú þarft að gera er að leita eftir tengiliðunum í leitarglugganum í Webex.
Ef þú finnur ekki tengiliðina þína í leitarglugganum í Webex er líklegt að tengiliðurinn sem þú ert að leita að sé ekki búin/n að sækja Webex.
Já! Öll virkni úr skilaboðasögu verður samstillt.
Athugaðu hvort rétt notandanafn og lykilorð sé rétt slegið inn. Við innskráningu þarf að nota notandanafn og lykilorð. Smelltu hérna til að fá notendanafn og lykilorð.
Símtöl í farsímanúmer stödd erlendis (í reiki) eru tekin upp.
Símtöl frá farsímanúmeri sem statt er erlendis (í reiki) berast ekki inn á upptökuþjóna Símans og því eru símtöl sem eiga uppruna sinn erlendis ekki tekin upp.
Símtöl frá farsímanúmerum sem nýta VoLTE tæknina berast ekki inn á upptökuþjóna Símans og eru því ekki tekin upp. Við uppsetningu á númerum í hljóðupptöku eru lokað fyrir það að númer geti nýtt sé VoLTE tæknina. Geri viðskiptavinur breytingu á farsímaþjónustu sinni, t.d. skiptir um SIM kort getur komið upp sú staða að VoLTE virkjist upp á nýtt.
Vinsamlega hafið samband við fyrirtækjaráðgjöf Símans ef upp koma spurningar á [email protected]