Viðskiptavinir með Heimilispakka og farsímanúmer í ákveðnum áskriftarleiðum hjá Símanum býðst að fá 10x fleiri gígabæt fyrir fjölskylduna til að nota á 4G neti Símans.
Símanúmer sem skráð eru fá 10x fleiri gígabæt strax. Til upplýsingar er sent SMS þegar það gerist. 10x fleiri gígabæt gilda alltaf fyrir allan mánuðinn. Það þýðir að þegar númerið er skráð gildir það frá síðustu mánaðarmótum, þ.e. þann 1. þess mánaðar.
Skrá númer í 10x á þjónustuvefnum
Á þjónustuvefnum og með Símaappinu getur þú breytt áskriftinni þinni og sótt um aukaþjónustur t.d. númeraleynd og númerabirtingu. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Fara á Þjónustuvefinn
Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.
Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu, í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.
Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma hjá öðrum kostar ekkert ef þú ert í áskriftinni Endalaust en í öðrum áskriftarleiðum kostar hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum.
Rétthafi getur látið loka fyrir hringingar úr símanúmeri (eða númerum) sem hann er skráður fyrir. Einnig lokast fyrir hringingar í 112.
Þú getur haft samband við Símann til þess að skrá bannmerkingu, breyta heimilisfangi eða eyða út upplýsingum úr upplýsingaveitugrunni. Einnig er hægt að hafa samband við viðeigandi upplýsingaveitu ef um sérstakar fyrirspurnir eru að ræða t.d. skrá starfsheiti eða opnunartíma fyrirtækis.
Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast, þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans í síma 5506000 og tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila. Utan afgreiðslutíma er hægt að hringja í neyðarnúmerið 9077000 (+354 5509200 ef hringt er frá útlöndum) og lesa inn skilaboð hafir þú farsíma eða honum verið stolið.
Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum, þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans. Leitin kostar 4.900 kr. Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur. Athugið að aðeins er leitað að því hvort farsími er í notkun á öðru númeri en ekki staðsetningu tækisins.
Þú velur *15# á símtækinu ef þú vilt :
Ef þú vilt aftengja velur þú #15#
Mánaðarverð 100 kr.
Þjónustan er ekki í boði fyrir síma í beini (voip).
Til að koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar þá er Síminn hættur að bæta gagnamagni sjálfvirkt við farsímaáskriftir ef innifalið gagnamagn klárast.
Þess í stað getur þú valið um að auka gagnamagnið eða fá hraðahindrun út mánuðinn. Með hraðahindrun þá hægist á netinu en enginn auka kostnaður bætist við. Þegar gagnamagnið er að klárast sendum við SMS og tölvupóst þar sem hægt verður að velja að auka innifalið gagnamagn.
Ef heimilið er með Heimilispakka Símans er hægt að tífalda gagnamagnið í farsíma heimilisins án aukakostnaðar.
Smelltu hérna ef þú vilt fara á þjónustuvefinn til að bæta við gagnamagni.
Þú getur auðveldlega bætt við gagnamagni í Símaappinu og á Þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.
Smelltu hérna ef þú vilt fara á þjónustuvefinn til að bæta við gagnamagni.
Á næstu vikum mun Síminn virkja VoLTE (Voice over Long-Term Evolution) í auknum mæli hjá viðskiptavinum sínum sem þýðir aukin hljómgæði símtala. Um er að ræða næstu kynslóð talsíma yfir farsímakerfi og mun símtalið fara yfir 4G og 5G kerfi Símans í stað þess að nýta 2G og 3G kerfin áður. VoLTE er nauðsynlegt til að tryggja hnökralausa upplifun t.d. í reiki í Bandaríkjunum en fjarskiptafélög þar í landi hafa hafið að slökkva á 2G og 3G kerfum sínum.
Til að nýta VoLTE þjónustu Símans þarf símtækið að styðja VoLTE en flest símtæki sem komið hafa á markað síðustu ár styðja VoLTE. Ef þú ert ekki viss má leita upplýsinga á heimasíðu framleiðanda eða fá aðstoð í þjónustuveri Símans. Nauðsynlegt er að tryggja að síminn þinn hafi allar nýjustu uppfærslur sem í boði eru.
eSIM er rafrænt SIM kort sem er innbyggt í flestum nýjum snjalltækjum sem gerir okkur kleift að nota rafrænt SIM kort í stað þess að nota hefðbundið SIM kort eins og hefur verið notað frá upphafi farsímakerfisins. Síminn var fyrsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi að innleiða eSIM.
Þú parar einfaldlega áskrift þína hjá Símanum við eSIM kortið og nær allt virkar eðlilega.
Helstu kostir eSIM eru:
Helsti ókosturinn við eSIM eins og staðan er í dag er að þau styðja ekki rafræn skilríki. Með því að virkja eSIM verða rafrænu skilríkin þín óvirk. Hægt er að nota Auðkennis appið en þá þarf að virkja það áður en skipt er yfir í eSIM. Þó er hægt er að nota eSIM fyrir öll fjarskipti en annað hefðbundið SIM kort fyrir rafræn skilríki ef síminn þinn býður upp á slíka notkun.
Hægt er að sjá hvaða þjónustuaðilar styðja Auðkennis appið hérna.
Hægt er að fá eSIM í næstu verslun Símans. Síminn þinn leiðir þig svo í gegnum virkjunarferlið eftir að þú skannar QR kóðann sem fylgir með.