Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.
Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.
Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.
Að setja á hringiflutning
Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:
Þú getur einnig sett á hringiflutning í símanum sjálfum:
Kostnaður
Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.
Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað.
Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af Reiki í Evrópu.
Hægt er að sjá hversu mikið GB er innifalið í þinni áskrift í verðskrá fyrir farsíma- og netáskriftir.
Prófaðu hraða nettengingar, þ.e. hraðann á milli vefþjónsins okkar og tölvunnar þinnar. Til að mælingin gefi rétta mynd af hraða tengingarinnar þarftu að fylgja leiðbeiningunum. Hraðaprófið hentar ekki tölvum með Windows XP stýrikerfi.
Ekki er hægt að tryggja öllum hámarkshraða vegna aðstæðna á hverjum stað en þættir eins og fjarlægð línu frá símstöð og innanhússlagnir geta haft áhrif.
Myndlykillinn aðlagar myndgæðin eftir því hversu hröð nettengingin er. Ef hraði fer niður á tengingunni þá minnka gæðin í kjölfarið, eins ef hraðinn eykst aukast gæðin á útsendingunni. Yfir gott netsamband getur streymið verið að nota allt að 2 GB af gagnamagni á klukkustund. Það er því mikilvægt að vera með rétta áskrift á netbúnaðinum.
Við mælum með að fylgjast vel með gagnamagnsnotkun þinni og breyta áskriftum ef þess þarf. Við mælum með því að tengja myndlykilinn í gegnum 4G búnað eins og 4G router eða slíkt, hægt er að skoða úrvalið sem er í boði hjá Símanum í vefverslun okkar.
Myndlykillinn styður Dolby hljómgæði, framleitt samkvæmt leyfi frá Dolby Laboratories. Dolby, Dolby Audio og tvöfalda D-táknið eru vörumerki Dolby Laboratories.
Hægt er að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu og á þjónustuvefnum. Upplýsingar um hversu mikið gagnamagn er innifalið í reiki í Evrópu má finna í verðskrám.
Fyrir framstilling beinis er SSID (Service Set identifier) og aðgangsorð Encryption key. SSID og Encryption Key verður að breyta inn á beininum.
Hvað fylgir með í kassanum?
Hvernig tengi ég myndlykilinn?
Dæmi um Source eða Input takka
Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra Háskerpu
Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?
Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækjum til að tengja í gegnum þau.
Hvað fylgir með í kassanum?
Hvernig tengi ég myndlykilinn?
Dæmi um Source eða Input takka
Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu
Myndlykillinn er með RCA-tengi líka, sem eru ekki sýnd á myndinni
Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?
Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.
Ef þú ert með Sjónvarp Símans Premium eða Heimilispakkann þarftu ekki að gera neitt, Síminn Sport er innifalinn í Sjónvarpi Símans Premium og þú getur því strax byrjað að horfa.
Ef þú ert ekki með Sjónvarp Símans Premium pantar þú Síminn Sport hérna.
Hvað fylgir með í kassanum?
Hvernig tengi ég myndlykilinn?
Dæmi um Source eða Input takka
Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu.
Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?
Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.
Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:
Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn. Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skoða lykilorð á þjónustuvefnum.
Opna Settings
Í upphafsvalmynd símans er skjátákn fyrir Settings. Þar er valið Mail, Contacts, Calendars eða Accounts & Passwords en það fer eftir útgáfu kerfisins hvað valmöguleikinn heitir.
Velja tegund netfangs
Veldu Add Account. Því næst er að ákveða hvaða tegund af netfangi þú ert að fara að setja upp t.d. Gmail, Yahoo, Exchange eða jafnvel ekkert af þessu. Í þessu dæmi ætlum við að setja upp @simnet.is netfang og þar með veljum við Other.
Stillingar
Veldu Add Mail Account og fylltu út formið.
Póstþjónar
Fylltu formið út á eftirfarandi máta:
Smelltu á Next og þá er uppsetningu lokið.
Nálgast póstinn
Til að opna póstinn þinn, skaltu velja Mail skjátáknið sem er í aðalvalmynd símans og síðan það pósthólf sem þú ætlar að skoða.
Viltu setja upp fleiri netföng?
Ef þú vilt hafa mörg netföng uppsett á símtækinu þá endurtekur þú bara ferlið hér að framan.
Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:
Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn. Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skoða lykilorð á þjónustuvefnum.
Opna Mail
Í valmynd símans velur þú skjátáknið fyrir Mail, og því næst tegund pósthólfsins sem á að setja upp. Í þessu tilviki notum við @simnet.is netfang, þannig að við veljum Other.
Stillingar
Sláðu netfangið þitt inn í Email address reitinn og lykilorðið í Password og veldu því næst Manual Setup til að setja inn stillingar. Byrjaðu á því að finna efsta valmöguleikann POP og breyttu honum í IMAP.
Upplýsingar um póstþjón
Fylltu formið út á eftirfarandi hátt:
Svo skaltu velja Next.
Nú þarftu að fylla út Outgoing server settings. Í Android er default stilling fyrir Port Number 25, en fyrir Simnets netföng er Outgoing Port Number 587. Í SMTP server skaltu setja postur.simnet.is og velja því næst Next.
Lokið við uppsetningu
Í reitinn Account Name skaltu slá inn það heiti sem þú vilt gefa pósthólfinu þínu og nafið sem þú vilt að birtist þegar þú sendir póst undir Your name. Smelltu svo á Finish Setup.
Nú ætti pósthólfið hjá þér að opnast ef allar stillingar hafa verið rétt uppsettar.
Pósthólfið opnað
Til að opna pósthólfið er smellt á skjátáknið á forsíðu símtækisins.
Viltu setja upp fleiri netföng
Ef þú vilt hafa fleiri netföng uppsett á símtækinu endurtekur þú ferlið hér að ofan.
Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar fyrir outlook 2019 og 2016.
Næst þarf að fylla inn upplýsingar fyrir póstþjón.
Nú ætti uppsetningu að vera lokið.
Opnaðu Outlook
Opnaðu Outlook 2016 og veldu File og síðan Add account.
Uppsetning
Veldu Manual setup or additional server types og Next. Næst er hakað við Pop or IMAP og síðan aftur Next.
Fylltu út upplýsingar
Hakaðu í Automatically test account settings og veldu More settings.
Póstþjónn
Næst er skrifað postur.simnet.is í Incoming mail server og Outgoing mail server. Velja OK.
Prófun
Veldu Next og athugaðu hvort það koma ekki upp græn hök eins og myndin sýnir og veldu Close.
Uppsetningu lokið
Veldu Finish og þá er uppsetningu lokið.
Opna Mac Mail
Opnið Mac Mail og farið í Mail sem er í valstikunni efst á skjánum og veljið Preferences.
Uppsetning
Þegar komið er inn á stjórnborðssíðuna fyrir pósthólfin er smellt á plúsinn neðst í vinstra horninu.
Veldu tegund póstþjónustu
Þú byrjar á því að velja tegund póstþjónustu, sem er Add other mail account.
Fylltu út upplýsingar
Full name: Það nafn sem birtist þegar þú sendir tölvupóst.
Email Address: @simnet.is notendanafnið þitt.
Password: Lykilorðið fyrir netfangið þitt.
Einnig þarf að skrá:
Settu inn nafn á póstþjóni
Hér er settur inn sá póstþjónn sem á að senda póst út í gegnum.
Stilltu útþjón
Á stillingarsíðu útþjóns skal gera eftirfarandi:
Nú ætti uppsetningu að vera lokið.
Til að breyta lykilorði á simnets netfangi þarf að skrá sig inn á Þjónustuvefinn. Þar undir Internet áskrift og Þjónustur í boði finnur þú lið sem heitir Tölvupóstur. Smelltu á Tölvupóstur og Nýtt lykilorð og settu inn nýtt lykilorð. Skráðu þig inn á þjónustuvefinn hérna og þú ferð beint inn á síðuna til að breyta netfanginu. Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum.
Aðalnotendur hafa aðgang að öllum upplýsingum og aðgerðum og geta úthlutað aðgangi til aukanotenda. Aukanotendur geta verið með takmarkaðan aðgang. Til að stofna aðal- og aukanotanda þarf að skrá sig inn á Þjónustuvefinn.
Það tekur aðeins fimm mínútur að uppfæra UC-One.
Hægt er að velja um tvær leiðir til að nota þjónustuna. Annars vegar að nota vefsíðu sem Síminn leggur til og hins vegar að forrita á móti kerfinu. Með því að forrita á móti kerfinu geta fyrirtæki látið sín eigin kerfi senda sms skeyti og notað sms sendingar beint í innri ferlum í innviðum fyrirtækisins.
Notandinn nálgast þjónustuna með sérstöku notendanafni og lykilorði. Hægt er að senda SMS Magnsendingar frá hvaða tölvu sem er að því skilyrði uppfylltu að hún sé tengd Internetinu.
Magnsendingar er hægt að senda á hvaða GSM númer sem er, þ.e. hvort sem það er til viðskiptavina Símans, eða annarra símafyrirtækja (innlendra sem erlendra).
Innskráning fyrir SMS Magnsendingar
Fundarsíminn er einföld og þægileg lausn til fundarhalda, þar sem notendur hringja í 755 7755 og slá inn fundarnúmerið. Staðsetning notenda og gerð símtækja hafa ekki áhrif á möguleika til þáttöku í símafundi. Sjá nánar verðskrá.
Rétthafi Heimilispakka getur skráð valin númer á sínum Þjónustuvef, með því að hringja í Þjónustuver Símans í 8007000, eða með því að hafa samband í gegnum Netspjall á siminn.is.
Skrá númer á þjónustuvefnum
Á reikningi frá Simanum koma fram upplýsingar um gjöld og greiðslufresti. Einnig má sjá efst á reikningi viðskiptareikningsnúmer hjá Símanum.
Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar.
Gjalddagi kröfu er 20. hvers mánaðar.
Eindagi krafna hjá fyrirtækjum er 30. hvers mánaðar.
Eindagi krafna hjá einstaklingum er 2. dagur hvers mánaðar. Eindagi er síðasti greiðsludagur áður en hún ber dráttarvexti.
Dráttarvextir reiknast ef krafa er greidd eftir eindaga og reiknast frá gjalddaga.
Útskriftargjald er innheimt fyrir hvern viðskiptareikning. Útskriftargjald er vegna kostnaðar við kröfustofnun og greiðslu auk prentunar og póstsendingar. Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald í stað útskriftargjalds.
Síminn hefur markvisst fækkað útprentuðum reikningum undanfarin ár, nú er komið að lokaskrefinu í þeirri vegferð og hætta útprentun. Slík aðgerð er umhverfinu til heilla og í samræmi við sjálfbærnistefnu Símans. Frá 31. maí 2022 hættir Síminn útprentun reikninga og verða þeir eingöngu rafrænir.
Viðskiptavinir sem fá reikninga senda útprentaða í bréfpósti greiða 395 kr. fyrir hvern heimsendan reikning. Með því að nýta sér rafrænar lausnir og greiðsluleiðir geta viðskiptavinir sparað kostnað. Hér má sjá dæmi um kostnað hjá viðskiptavin með einn viðskiptareikning hjá Símanum.
Rafrænir reikningar og netreikningur er það sama. Stofnuð er krafa og viðskiptavinir geta nálgast afrit af rafrænum reikningi í heimabanka, þjónustuvef, appi Símans eða í sjálfvirkum tölvupóstsendingum.
Fyrirtækjum býðst jafnframt að nýta þjónustu skeytamiðlara.
Á þjónustuvef einstaklinga og fyrirtækja hjá Símanum er hægt skrá inn netfang og fá reikninga senda í tölvupósti í hverjum mánuði.
Viðskiptavinir skráðir í netreikning greiða færslugjald kr. 160 fyrir hvern viðskiptareikning. Færslugjald er vegna kostnaðar við kröfustofnun í banka og greiðslu kröfu.
Hverjar eru greiðsluleiðir rafrænna reikninga ?
Í byrjun hvers mánaðar birtist krafa í heimabanka og ber færslugjald. Hægt er að greiða kröfu í heimabanka en í boði eru fleiri greiðsluleiðir.
Haft samband við Símann 8007000 og kreditkort skráð á viðskiptareikning hjá Símanum og skuldfært mánaðarlega af kreditkorti, kostnaður við boðgreiðslu er 60 kr fyrir hvern reikning. Ef ekki tekst að skuldfæra þá stofnast krafa í heimabanka með færslugjald kr. 160.
Hægt er að skrá reikninga í beingreiðslur og skuldfæra þá mánaðarlega af bankareikningi í gegnum viðskiptabanka.Viðskiptavinir verða að skrá sig í beingreiðslu hjá sínum viðskiptabanka. Á reikningi kemur fram viðskiptareikningur hjá Símanum og þarf bankinn þær upplýsingar til að setja reikninga í beingreiðslur. Kröfur í beingreiðslu bera færslugjald.
Viðskiptavinur skráður í boðgreiðslu greiðir 60 kr fyrir hvern viðskiptareikning en þeir sem skráðir eru í beingreiðslur eða hefðbundna kröfustofnun greiða 160 kr. fyrir hverja kröfu.
Kostnaður við einn viðskiptareikning
Ef reikningar eru greiddir eftir eindaga leggst kostnaður á kröfu. Viðskiptavinir geta haft samband við Símann og óskað eftir greiðslusamkomulagi. Sjá nánar hér fyrir neðan um kostnað sem fellur til vegna ógreiddra reikninga.
Lögbundin innheimtuviðvörun er send viðskiptavinum vegna ógreiddra krafna 2. dögum eftir eindaga. Samhliða leggst á gjald samkvæmt verðskrá.
Innheimtuferlar Símans eru samsettir af mismunandi aðgerðum þar með talið milliinnheimtu. Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133/2010. Sjá nánar innheimtuferli.
Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu vanskilakrafna en þá bætist samkomulagsgjald við greiðslu fyrstu kröfu.
Gjaldfært er fyrir enduropnun þjónustu sem hefur verið lokað vegna vanskila.
Innheimtuferli
Hér má sjá kostnað vegna innheimtubréfa.
Þú breytir heimilisfangi á reikningum inn á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Ástæðan fyrir hærri reikningum er oftast sú að viðskiptavinir hafa fengið sér nýja þjónustu í mánuðinum eða notkun þeirra aukist. Ef þú ert nýr viðskiptavinur og hefur byrjað hjá okkur í miðjum mánuði þá færðu reikning fyrir mánaðargjöldum frá og með þeim degi sem þjónustan er stofnuð ásamt mánuðinum sem fer á eftir (alltaf fullur mánuður). Þú getur farið yfir notkun og skoðað sundurliðun á reikningnum inn á þjónustuvefnum.
Eyðublöð fyrir rétthafabreytingu, yfirlýsing aðstandenda og umboð.
VOIP sími nýtir internetið. Þegar símtæki er flutt af hefðbundinni símtengingu (POTS) yfir á símtengingu yfir internet (VOIP) er verið að nota aðra tækni til þess að eiga símtöl. Það er þess vegna sem þú tengir síma í beinir (router) í stað þess að stinga í hefðbundið símatengi. Þú ættir ekki að verða var við neinn mun á gæðum þjónustu og þessi tækni snýr fyrst og fremst að því að símtalið er flutt yfir internet tengingu í stað hefðbundinnar línutengingar.
Á þjónustuvefnum getur þú sótt um Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Sækja um Netsímann
Já, með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma.
Þú getur sótt um Netsímann hérna.
Að setja á hringiflutning
Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:
Þú getur einnig sett á hringiflutning í símanum sjálfum:
Kostnaður
Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.
Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað.
Kynntu þér skilmála fyrir allar þjónustur hjá okkur ásamt stefnum og fræðslu.