Allar skuldfærslur hafa verið sjálfvirkar í gegnum greiðslukort en nú munu viðskiptavinir fá kröfu í heimabanka hjá sínum viðskiptabanka. Krafan mun koma frá Farsímagreiðslur ehf. Síminn Pay mun því ekki bjóða áfram upp á skuldfærslur í gegnum greiðslukort og verður eingöngu hægt að greiða fyrir gjalddaga og lán með greiðslu á kröfu í heimabanka.
Áfram verður þó hægt að greiða upp lán og skoða stöðu á lánum í Síminn Pay appinu.
Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla. Appið virkar fyrir öll fjarskiptafyrirtæki og banka, og virkar því fyrir öll íslensk debet- og kreditkort. Með Síminn Pay getur þú dreift greiðslum í allt að 36 mánuði. Appið virkar hjá fjölmörgum söluaðilum um allt land og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa allt á einum stað.
Sækja appið í Google Play
Sækja appið í App store
Appið er aðgengilegt öllum snjallsímum sem eru með Android eða iOS stýrikerfi.
Sækja í Google Play
Sækja í App Store
14 daga greiðslufrestur
Raðgreiðslur
Innheimtukostnaður
Innheimtuferli
Kostnaður við innheimtubréf
Innheimtubréf 1
Innheimtubréf 2
Innheimtubréf 3
Verðskrá gildir frá 1. maí 2019
Innheimtuferli
Hér má sjá kostnað vegna innheimtubréfa.
Í Síminn Pay appinu getur þú valið að leggja í Stæði á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.
Greitt er þjónustugjald og í stæði skv. gjaldskrá Bílastæðasjóðs.