Þú getur óskað eftir flutning á fjarskiptunum þínum hér ávefsíðunni okkar.
Gott er að tilkynna flutning með góðum fyrirvara til að tenging sé tilbúin á nýja staðnum þegar þú flytur. Flutningur tengingar getur tekið mislangan tíma, allt frá einum upp í tíu daga, en við getum við lánað þér 5G netbeini á meðan flutningi stendur.
Í sumum tilfellum þarf að fá tæknimann á staðinn til þess að ganga frá tengingunni og innanhúslögnum, en því getur fylgt auka kostnaður samkvæmt verðskrá.
Þú getur fengið 5G netbeini að láni hjá okkur á meðan í flutningum stendur, sama hvort þú sért í viðskiptum við Símann eða ekki og hvar sem þú býrð á landinu.
Við tökum vel á móti þér í verslunum okkar í Ármúla, Smáralind eða á Akureyri.
Þú getur líka smellt á „Panta“ á þessari síðu og við heyrum í þér. Ef þú býrð úti á landi getur þú haft samband við okkur í síma 550 6000 og við sendum þér 5G netbeini samdægurs.
Þú færð endalaust gagnamagn – engar áhyggjur!
Lánsbúnaðurinn okkar styður bæði 4G og 5G.
Þú getur fundið kort af dreifikerfi Símans hér.
Byrjaðu á að setja netbeinin í samband við rafmagn og kveikja á honum.
Hinkraðu í smá stund á meðan beinirinn ræsir sig og nær sambandi. Grænt ljós merkir gott 4G/5G samband, en ef ljósið er gult eða rautt skaltu prófa að færa beininn til. Best er að staðsetja hann í opnu rými, en ef farsímasamband er slæmt á heimilinu gæti hjálpað að hafa beininn nær glugga.
Næst getur þú tengt tækin þín við beininn! Þú finnur WiFi nafn og lykilorð prentað á límmiða undir tækinu.
Þú getur skilað beininum til okkar í næstu verslun eða farið í næsta útibú Póstsins og sent hann til okkar.
Þú þarft ekki að skila beininum ef þú vilt halda áfram að nota 5G netið!
Ef netbeininum er ekki skilað þá færð þú reikning fyrir 5G Netpakkanum, sjá nánar hér.
Já, þú heldur öllum þeim símanúmerum sem þú ert með við flutning og engin breyting verður á þeim.
Í lang flestum tilfellum mælum við með því að þú takir bæði netbeina og myndlykla með þér þegar þú flytur.
Ef þú ert með nettengingu yfir ljósleiðara skaltu skilja ljósleiðaraboxið eftir þar sem það er. Tæknimaður mun setja upp nýtt ljósleiðarabox á nýja heimilisfanginu ef það er ekki þegar til staðar.