Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.
Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Sjá nánar í verðskrá.
Í dag eru flestir heimasímar þráðlausir, með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er á heimilinu. Við mælum því með að færa einfaldlega hleðslustöðina og tengja hana beint við netbeininn.
Ef þú getur ekki fært símtækið að netbeininum þarf að leggja lögn á milli þeirra. Þú getur einfaldlega keypt lengri snúru og tengt milli herbergja, en við mælum frekar með að fá sím- eða rafvirkja til setja upp símatengla. Þú getur leitað að verktökum á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.
Það hafa allir aðgang að þjónustuvefnum. Við mælum með rafrænum skilríkjum því þá þarftu ekki að fara í nýskráningu.
Þú getur skráð bannmerkingu, breytt heimilisfangi eða eytt út upplýsingum úr upplýsingaveitugrunni á þjónustuvefnum undir Stillingar > Skráning í símaskrá.
Þú getur einnig haft samband við viðeigandi upplýsingaveitu ef um sérstakar fyrirspurnir eru að ræða t.d. að skrá starfsheiti eða opnunartíma fyrirtækis.
Við geymum öll símanúmer í 3 mánuði eftir að þeim er sagt upp, áður en þau fara aftur í almenna úthlutun.
Þú getur farið fram á lengri geymslu við uppsögn, en hámarks geymslutímabilið er 12 mánuðir.