Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Ársskýrsla 2016
Síminn er stærst fjarskiptafélaga á landinu. Hlutverk félagsins er að vera í fararbroddi á íslenskum fjarskiptamarkaði og veita viðskiptavinum heildstætt vöruframboð á sviði fjarskipta. Kjörorðið er Við sköpum tækifæri.
Við höfum sett þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í forgrunn. Þau eru valin með starfsemi Símans að leiðarljósi og getu fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á haghafa, samfélag og umhverfið.
Jafnrétti kynjanna
Síminn stuðlar að auknu kynjajafnrétti hjá Símanum með markvissum aðgerðum í Jafnréttisvísi og eyða kynbundnum launamun. Auk þess vinnur Síminn að menntun og þjálfun kvenna í tækni með háskólasamfélaginu.
Nýsköpun og uppbygging
Aukin stafvæðing, að gera sem flesta hluti stafræna og læsilega tölvum er nátengt starfsemi Símans. Við vinnum að þróun sjálfbærra og kolefnislágra innviða í fjarskiptageiranum og styðjum við íslenska máltækni.
Sjálfbærar borgir og samfélög
Síminn vinnur að því að innleiða kolefnislága stafræna innviði sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum Símans sem og þeirra sem nýta tæki og tækni Símans.