Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Nafn
Kennitala
Netfang
Símanúmer
Heimilisfang
Skilaboð
Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr.
mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.

Laus störf

Tæknimaður á Akureyri

Við auglýsum eftir tæknimanni í hóp starfsfólks Fyrirtækjalausna á Akureyri. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni fyrir viðskiptavini Símans á fyrirtækjamarkaði og er tæknimaður partur af frábærum hópi starfsmanna Símans á Akureyri.

Fyrirtækjalausnir Símans innleiða, reka og þjónusta meðal annars rekstrarbúnað og símkerfi ásamt því að sinna bilanagreiningu og notendaþjónustu fyrir fyrirtæki á Norðurlandi í samstarfi við sérfræðinga, stoðdeildir og samstarfsaðila. 

Í boði eru krefjandi verkefni og vinna með metnaðarfullu fólki sem hefur léttleika í fyrirrúmi við störf sín. 

Hæfniskröfur

 • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund.
 • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð.
 • Háskólamenntun eða netgráður sem nýtast í starfi kostur.
 • Reynsla af símstöðvum, netkerfum og netbúnaði kostur.

 Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

CRM sérfræðingur

Við leitum að öflugum einstaklingi í hlutverk CRM sérfræðings. Starfið felur í sér að tryggja að upplifun viðskiptavina sé höfð í forgrunni og að hagsmunir viðskiptavina séu ávallt hafðir að leiðarljósi í sölu og þjónustu fyrirtækjalausna fyrirtækisins.

Helstu verkefni

 • Kortleggja ferðalag viðskiptavina í viðskiptum við Símann
 • Hámarka jákvæða upplifun viðskiptavina af þjónustu fyrirtækisins og marka stefnu því tengdu
 • Vinna að umbótum á þjónustu og söluferlum
 • Þátttaka í þverfaglegum verkefnum til að tryggja jákvæða upplifun viðskiptavina
 • Ráðgjöf, uppsetning og aðlögun í CRM umhverfi fyrirtækjalausna

Hæfni og reynsla

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun er kostur
 • Þekking á Salesforce er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Afburða samskipta- og skipulagshæfni
 • Lausnamiðuð umbótahugsun
 • Öguð og nákvæm vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 3. október næstkomandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Almenn umsókn

Hefur þú áhuga að starfa hjá Símanum?
Við leitum að aðila sem:
 • Hefur góða samskiptahæfni og þjónustulund
 • Sýnir frumkvæði
 • Er stundvís
 • Hefur áhuga á að læra nýja hluti

Annað:
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
 • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri

Hafir þú áhuga að starfa fyrir Símann, sendu ferilskrá og kynningarbréf til okkar.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Góð ráð fyrir umsækjendur
Síminn

Góð ráð fyrir umsækjendur

Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti öllum sem koma í atvinnuviðtal til okkar. Meginmarkmið viðtalsins er að kynnast þér betur og heyra hvað þú hefur fram að færa sem starfskraftur. Í öllum tilfellum er lögð áhersla á trúnað og fagmennsku í viðtölum. Við höfum tekið saman nokkur góð ráð fyrir umsækjendur.

Gangi þér vel og við hlökkum til að sjá þig!

Síminn

Jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Boðið er upp á hvetjandi starfsumhverfi og starfsfólki gefin kostur á að þróast áfram í starfi innan fyrirtækisins, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða meiri stjórnunarábyrgðar. Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Jafnlaunavottun gerir skýra kröfu um að málefnaleg sjónarmið stýri launum starfsmanna og að tryggt sé að kyn hafi ekki áhrif á launaákvarðanir. Menntun, reynsla, þekking, ábyrgð, álag ásamt árangri og fleiri þáttum stýrir launastefnu Símans.

Jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

@siminnisland | Síminn á Instagram

Teymið

Alexander Kostic
Alexander Kostic
Sölustjóri miðla
Gunnar Ingi Hansson
Gunnar Ingi Hansson
Forstöðumaður auglýsingasölu og rannsókna
Gunnar Jóhannsson
Gunnar Jóhannsson
Sölustjóri miðla
Kristinn Geir Guðmundsson
Kristinn Geir Guðmundsson
Sölustjóri miðla
Kári Jónsson
Kári Jónsson
Sérfræðingur
Oddur Bogason
Oddur Bogason
Sölustjóri miðla
Rakel Mist Einarsdóttir
Rakel Mist Einarsdóttir
Birtingastjóri
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sérfræðingur
Stefán Hirst Friðriksson
Stefán Hirst Friðriksson
Sölustjóri miðla
Ólafur Valur Mikumpeti
Ólafur Valur Mikumpeti
Sölustjóri miðla