Laus störf

Forritari - Síminn Pay

Við leitum að öflugum bakendaforritara til að ganga til liðs við Símann Pay.

Við leitum að öflugum bakendaforritara til að ganga til liðs við Símann Pay og taka þar þátt í krefjandi en jafnframt spennandi verkefnum við hönnun og þróun á fjártæknilausnum.

 Helstu verkþættir
 • Hönnun og ákvörðun á tæknilegri útfærslu á Síminn Pay
 • Þróun og rekstur á kerfinu
 • Samþætting við önnur kerfi í lausnamengi kerfisins 
Reynsla og þekking
 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu er skilyrði
 • Mikil þekking og reynsla af C#, ASP.NET Core og MSSQL er æskileg
 • Reynsla af skýjalausnum Azure og AWS er kostur
Persónulegir eiginleikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Lausnamiðuð hugsun
 • Færni í samskiptum og gott viðmót
 • Jákvæðni og drifkraftur

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.

Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um; óháð kyni.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Sérfræðingur í rekstri og högun upplýsingakerfa

Við leitum að sérfræðingi til að bera ábyrgð á rekstri og högun upplýsingakerfa.

Við leitum að sérfræðingi til að bera ábyrgð á rekstri og högun upplýsingakerfa tengt auðkenningum í interneti og kerfa til stýringar á endabúnaði og gagnasöfnun. Undir starfssviðið fellur einnig utanumhald og umsýsla með skýjaþjónstu sem VAS og sjónvarpskerfi nýta sér.

 Helstu verkþættir
 • Rekstur og eftirlit með auðkenningum í interneti
 • Rekstur og eftirlit ACS og Home Analytics kerfa Símans
 • Utanumhald og umsýsla með skýjaþjónustu
 • Önnur verkefni tengd breytingum í rekstrarumhverfi
Reynsla og þekking
 • Háskólamenntun á tæknisviði eða sambærilegu er æskileg
 • Reynsla af rekstri upplýsingakerfa er æskileg
 • Þekking á: AWS, Python, Linux, Gagnagrunnum, Netkerfum og Automation, t.d. Puppet, Ansible
Persónulegir eiginleikar
 • Jákvætt hugarfar, frumkvæði og drifkraftur
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að vinna í teymi

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.

Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um; óháð kyni.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Forritari - Sjónvarp Símans

Við leitum að einstaklingi til að taka þátt í þróun og tæknilegum rekstri á Sjónvarpi Símans.

Við leitum að einstaklingi til að taka þátt í þróun og tæknilegum rekstri á Sjónvarpi Símans. Viðkomandi mun bera ábyrgð á útliti, þróun smáforrita og annarra viðmóta fyrir sjónvarpið í samstarfi við aðra sérfræðinga sjónvarpskerfa.

 Helstu verkþættir
 • Þróun og rekstur smáforrita fyrir sjónvarp
 • Viðmótshönnun
 • Utanumhald og umsýsla með þróunar- og prófunarumhverfi smáforrita
Reynsla og þekking
 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærilegu er æskileg
 • Að minnsta kosti 2 ára reynsla í sambærilegu umhverfi er æskileg
 • Þekking á: React Native, React, Redux, Typescript og Native kóðun fyrir iOS og Android
Persónulegir eiginleikar
 • Jákvætt hugarfar, frumkvæði og drifkraftur
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að vinna í teymi

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.

Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um; óháð kyni.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Almenn umsókn

Hefur þú áhuga að starfa hjá Símanum?
Við leitum að aðila sem:
 • Hefur góða samskiptahæfni og þjónustulund
 • Sýnir frumkvæði
 • Er stundvís
 • Hefur áhuga á að læra nýja hluti

Annað:
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
 • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri

Hafir þú áhuga að starfa fyrir Símann, sendu ferilskrá og kynningarbréf til okkar.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Teymið

Alexander Kostic
Alexander Kostic
Sölustjóri miðla
Gunnar Ingi Hansson
Gunnar Ingi Hansson
Forstöðumaður auglýsingasölu og rannsókna
Gunnar Jóhannsson
Gunnar Jóhannsson
Sölustjóri miðla
Kristinn Geir Guðmundsson
Kristinn Geir Guðmundsson
Sölustjóri miðla
Kristófer Óðinn Violettuson
Kristófer Óðinn Violettuson
Sölustjóri miðla
Kári Jónsson
Kári Jónsson
Sérfræðingur
Rakel Mist Einarsdóttir
Rakel Mist Einarsdóttir
Birtingastjóri
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sérfræðingur
Stefán Hirst Friðriksson
Stefán Hirst Friðriksson
Sölustjóri miðla
Ólafur Valur Mikumpeti
Ólafur Valur Mikumpeti
Sölustjóri miðla

Jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Boðið er upp á hvetjandi starfsumhverfi og starfsfólki gefin kostur á að þróast áfram í starfi innan fyrirtækisins, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða meiri stjórnunarábyrgðar.

Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Jafnlaunavottun gerir skýra kröfu um að málefnaleg sjónarmið stýri launum starfsmanna og að tryggt sé að kyn hafi ekki áhrif á launaákvarðanir. Menntun, reynsla, þekking, ábyrgð, álag ásamt árangri og fleiri þáttum stýrir launastefnu Símans.

Góð ráð fyrir umsækjendur

Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti öllum sem koma í atvinnuviðtal til okkar. Meginmarkmið viðtalsins er að kynnast þér betur og heyra hvað þú hefur fram að færa sem starfskraftur. Í öllum tilfellum er lögð áhersla á trúnað og fagmennsku í viðtölum.

Umsókn og ferilskrá eru fyrstu kynni okkar af þér og því mikilvægt að vanda vel til verka. Oft sækja margir um auglýst störf en góð ferilskrá mun auka möguleika þína á viðtali til muna. Við mælum með að þú fyllir umsóknareyðublöðin vandlega út og látir ferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja með í viðhengi.

Kynningarbréf

Þegar þú sækir um auglýst starf mælum við með að þú sendir kynningarbréf með ferilskránni þinni.
Meginmarkmið með bréfinu er að gefa viðbótarupplýsingar við það sem fram kemur í ferilskránni. Eftir lestur kynningarbréfs á fólk að vera komið með betri mynd af þínum áherslum og hvað þú stendur fyrir sem starfsmaður. Þá skiptir líka máli að tilgreina ástæðu umsóknar og hvers vegna þú hefur áhuga á að starfa hjá fyrirtækinu.
Æskileg lengd á kynningarbréfi er hálf til ein blaðsíða.

Ferilskrá

 • Greindu vel frá eftirfarandi þáttum; starfsferli, menntun, námskeiðum, tölvukunnáttu, tungumálaþekkingu og umsagnaraðilum.
 • Gættu samræmis í uppsetningu út í gegnum alla ferilskrána.
 • Raðaðu upplýsingum í rétta tímaröð, með það nýjasta fremst.
 • Skrifaðu skiljanlegan og skýran texta – varastu að vera of fræðileg/ur eða formleg/ur.
 • Hafðu ferilskránna viðeigandi fyrir það starf sem þú ert að sækja um – leggðu mesta áherslu á að skýra frá þeirri reynslu sem skiptir máli og minni á það sem skiptir síður máli.
 • Við mælum með að hafa mynd í ferilskránni en það gerir hana persónulegri og oft hjálpar það þeim sem les yfir að tengja umsókn við andlit.
 • Gættu þess að láta umsagnaraðila vita, æskilegast er að hafa farsímanúmer viðkomandi svo auðvelt sé að ná í hann/hana.

Atvinnuviðtal

Lykillinn að því að standa sig vel í atvinnuviðtali er góður undirbúningur. Hafðu í huga að það er mjög eðlilegt að verða stressuð/stressaður og það sýnir að þú tekur viðtalið alvarlega og vilt standa þig vel. Undirbúningur getur dregið úr stressi og hjálpar þér að koma vel fyrir og svara spurningum skilmerkilega.

 • Veltu fyrir þér líklegum spurningum og undirbúðu svör. Það er gott að lesa auglýsinguna vel yfir til að átta sig á í hverju starfið felst. Undirbúðu hvernig þú ætlar að greina frá þeirri reynslu og þekkingu sem mun nýtast í þessu starfi.
 • Vertu tilbúinn að taka dæmi sem lýsa þér vel. Ef þú telur þig til dæmis búa yfir frumkvæði, veltu þá fyrir þér dæmi úr fyrri störfum þar sem þú hefur tekið frumkvæði. Að vísa í aðstæður eða hegðun virkar oft mun betur en að lýsa sjálfum sér á almennan hátt.
 • Kynntu þér fyrirtækið vel til dæmis með því að skoða heimasíðuna eða með því að heyra í vinum og kunningjum sem þekkja til.
 • Vertu óhrædd/ur við að spyrja um allt sem þér dettur í hug. Það er okkar hlutverk að kynna fyrirtækið fyrir þér.
 • Vertu snyrtileg/ur til fara.
 • Vertu þú sjálf/ur, við höfum áhuga á að kynnast þér eins og þú ert.

Gangi þér vel og við hlökkum til að sjá þig!