Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Boðið er upp á hvetjandi starfsumhverfi og starfsfólki gefin kostur á að þróast áfram í starfi innan fyrirtækisins, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða meiri stjórnunarábyrgðar.
Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Jafnlaunavottun gerir skýra kröfu um að málefnaleg sjónarmið stýri launum starfsmanna og að tryggt sé að kyn hafi ekki áhrif á launaákvarðanir. Menntun, reynsla, þekking, ábyrgð, álag ásamt árangri og fleiri þáttum stýrir launastefnu Símans.
Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti öllum sem koma í atvinnuviðtal til okkar. Meginmarkmið viðtalsins er að kynnast þér betur og heyra hvað þú hefur fram að færa sem starfskraftur. Í öllum tilfellum er lögð áhersla á trúnað og fagmennsku í viðtölum.
Umsókn og ferilskrá eru fyrstu kynni okkar af þér og því mikilvægt að vanda vel til verka. Oft sækja margir um auglýst störf en góð ferilskrá mun auka möguleika þína á viðtali til muna. Við mælum með að þú fyllir umsóknareyðublöðin vandlega út og látir ferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja með í viðhengi.
Þegar þú sækir um auglýst starf mælum við með að þú sendir kynningarbréf með ferilskránni þinni.
Meginmarkmið með bréfinu er að gefa viðbótarupplýsingar við það sem fram kemur í ferilskránni. Eftir lestur kynningarbréfs á fólk að vera komið með betri mynd af þínum áherslum og hvað þú stendur fyrir sem starfsmaður. Þá skiptir líka máli að tilgreina ástæðu umsóknar og hvers vegna þú hefur áhuga á að starfa hjá fyrirtækinu.
Æskileg lengd á kynningarbréfi er hálf til ein blaðsíða.
Lykillinn að því að standa sig vel í atvinnuviðtali er góður undirbúningur. Hafðu í huga að það er mjög eðlilegt að verða stressuð/stressaður og það sýnir að þú tekur viðtalið alvarlega og vilt standa þig vel. Undirbúningur getur dregið úr stressi og hjálpar þér að koma vel fyrir og svara spurningum skilmerkilega.
Gangi þér vel og við hlökkum til að sjá þig!