Starfið felur í sér að
- Leiða þróun og mótun markaðsstefnu
- Ábyrgð, framkvæmd og eftirfylgni markaðsáætlunar
- Leiða teymi sérfræðinga á sviði markaðsmála
- Samskipti og samningar við samstarfsaðila
- Stuðla að árangursríkri teymisvinnu og góðum samskiptum við hagaðila
Hæfniskröfur
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Umfangsmikil reynsla af markaðsmálum
- Reynsla af mótun markaðsstefnu og áætlunar
- Framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðmót
- Árangurs- og markmiðadrifin nálgun
- Fagleg vinnubrögð og metnaður til að ná árangri
Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst næstkomandi.
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyingar sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar. Við bjóðum upp á framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihús ásamt frábæru samstarfsfólki.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar hjá sjálfbærni og menningu hjá Símanum mannaudur@siminn.is
Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um.