Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur fjarskiptakerfa/tölvukerfa
- Þátttaka í framþróun fjarskiptakerfa Símans
- Villugreining og eftirfylgni með úrlausn vandamála hjá birgja
- Þátttaka í umbótaverkefnum innan deildar
Hæfni og reynsla
- Háskólamenntun í fjarskiptum, verkfræði/tæknifræði/tölvunarfræði eða sambærilegt
- Reynsla og þekking á fjarskiptakerfum æskileg
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
- Færni í samskiptum
- Skipulögð vinnubrögð
Persónulegir eiginleikar
- Brennandi áhugi á fjarskiptatækni
- Þjónustulund
- Færni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí næstkomandi.
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum siminn.is/störf. Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.
Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um; óháð kyni.