Sími / Skilmálar, stefnur og fræðsla

Kynntu þér skilmála, stefnur og fræðslu fyrir allar þjónustur hjá okkur.
+

Talsímaþjónusta

Skilmálar

Skilmálar um talsímaþjónustu Símans um fastlínunet.

1.0

Gildissvið

+
2.0

Um skilmálana

+
3.0

Afköst þjónustu

+
4.0

Sérstakir skilmálar fyrir nettengda talsímaþjónustu

+
5.0

Innifalin notkun og kjör

+
6.0

Áskriftir

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+
+

Áskrift

Skilmálar

1. Almennt

 • Skilmálar þessir gilda um áskriftir yfir farsímanet sem Síminn veitir til einstaklinga (hér eftir þjónustan). Almennir skilmálar Símans gilda þar sem ákvæðum þessara sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.
 • Þjónustur sem falla undir skilmála þessa eru allar þær þjónustur sem eru í áskrift á farsímakerfum Símans
 • Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma.

2. Nýskráning

 • Þegar viðskiptavinur pantar þjónustu fær hann afhent SIM-kort en afhending á slíku korti getur verið samdægurs. Þurfi að senda kortið með pósti getur biðtíminn verið allt að fimm virkir dagar. Upphaf þjónustunnar miðast við þann tíma þegar SIM-kort hefur verið virkjað í farsíma eða tæki viðskiptavinar. Stofni viðskiptavinur nýtt númer eða flytji eigið númer yfir til Símans frá öðru fjarskiptafyrirtæki fær hann áskriftarleiðina og allt sem henni fylgir strax á þeim degi sem þjónustan verður virk. Viðskiptavinur byrjar að borga fyrir þjónustuna frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þjónustan er virkjuð.
 • Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með rafrænum eða skriflegum hætti.

3. Innifalin notkun þjónustu

 • Viðskiptavinir Símans hafa val um hvaða þjónustu þeir vilja kaupa. Þjónustugjald þeirrar áskriftarleiðar sem viðskiptavinur velur sér tekur mið af þeirri notkun sem er innifalin í leiðinni, t.d. innifaldar mínútur, SMS, gagnamagn, reiki (notkun erlendis)  o.fl. Síminn kann að þróa og bjóða upp á nýja tækni, eiginleika eða þjónustu sem viðskiptavinur getur bætt við áskriftarleið sína að kostnaðarlausu eða gegn gjaldi.
 • Innifalin notkun gildir fyrir einn mánuð í senn. Ónotað gagnamagn, SMS eða innifaldar mínútur færast því ekki yfir á næsta mánuð.
 • Viðskiptavinur kann að þurfa greiða sérstaklega fyrir símtöl í upplýsingaveitur og þjónustunúmer með yfirgjaldi, t.d. 1818, 1919, 900 nr. og önnur þjónustunúmer.

4. Gagnamagn

 • Gagnamagn getur verið innifalið í þeirri þjónustuleið sem viðskiptavinur velur, einnig getur gagnamagn verið gjaldfært í samræmi við almenna verðskrá þegar viðskiptavinur er í áskriftarleið sem hefur ekki innifalið gagnamagn.
 • Viðskiptavinur getur alltaf fylgst með notkun sinni á þjónustuvef Símans og í þjónustuforriti Símans fyrir snjalltæki (appinu).
 • Ef netnotkun nálgast innifalið gagnamagn áskriftarleiðar mun Síminn senda tilkynningu með SMS eða tölvupósti til viðskiptavinar. Fari viðskiptavinur yfir innifalið gagnamagn mun Síminn hægja á neti viðskiptavinar en á sama tíma bjóða honum að stækka áskriftarleið sína samkvæmt gildandi verðskrá.
 • Stækki viðskiptavinur áskriftarleið sína fær hann stækkunina án aukagjalds út þann mánuð sem óskað var eftir henni en greiðir næsta mánuð í samræmi við hina nýju leið.
 • Ákveði viðskiptavinur að aðhafast ekkert verður nethraði takmarkaður fram að næsta mánuði án aukakostnaðar.

5. Önnur notkun

 • Öll önnur notkun en sú sem er innifalin í keyptri áskriftarleið er skuldfærð á reikning viðskiptavinar sem honum er sendur mánaðarlega.
 • Viðskiptavinur getur fylgst með allri notkun sinni á þjónustuvef Símans.
 • Öll innifalin notkun þjónustuleiðar gildir út hvern mánuð sem greitt er fyrir þjónustuna. Innifalin símtöl, SMS eða gagnamagn sem viðskiptavinur hefur ekki nýtt, færast ekki yfir á næsta mánuð.
 • Allar upplýsingar um verð, aðra notkun og innifalda notkun þjónustuleiða má finna undir verðskrá

6. Aukanúmer með Áskrift

 • Heimilt er að tengja fjögur aukanúmer, þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort, við aðalnúmer í farsímaáskrift eða netáskrift sem samnýta gagnamagn með áskrift aðalnúmers.
 • Allir þeir aðilar sem hafa aukanúmer, þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer, og sá sem er með aðalnúmerið sjálft, geta fylgst með netnotkun áskriftar á þjónustuvefnum eða í Appinu.
 • Allir þeir aðilar sem hafa Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer geta fylgst með símanotkun Fjölskyldukortsins á þjónustuvefnum eða í Appinu en ekki aðalnúmers í áskrift. Aðalnúmer áskriftar sér ekki símanotkun Fjölskyldukorta nema hann sé rétthafi númersins.

7. Gæði og virkni þjónustunnar

 • Síminn stefnir ávallt að því að bjóða upp á besta gæðastig sem völ er á. Í því felst að þjónustan sé aðgengileg á eins víðtæku svæði og kostur er og að viðskiptavinur geti notið allra þátta þjónustunnar með sem bestum hætti. Eðli þjónustunnar veldur því að Síminn getur ekki tryggt að þjónustan sé ávallt aðgengileg. Þættir sem geta haft áhrif á þjónustuna eru t.d. slæmt veðurfar, landfræðilegar aðstæður, byggingar með þykkum veggjum, mikil notkun fólks á kerfi Símans, viðgerðir og viðhald á búnaði og fleiri þættir sem eru utan stjórnar Símans.
 • Þegar þjónustan er notuð erlendis er hún veitt yfir kerfi annara fjarskiptafyrirtækja og hefur Síminn því ekki stjórn á gæðum þjónustunnar og aðgengi að henni.
 • Komi bilanir upp á kerfi Símans mun Síminn laga vandamálið eins fljótt og auðið er.
 • Á Síminn.is getur þú séð áætlað aðgengi og upplýsingar um gæði sambands samkvæmt dreifikerfi Símans.

8. Notkunarreglur

 • Viðskiptavinur ber ábyrgð á allri notkun SIM-korta sem Síminn kann að afhenda.
 • Teljir þú að SIM-korti og/eða búnaði hafi verið stolið eða teljir hann týndan ber þér að hafa samband við Símann eins fljótt og auðið er. Með slíkri tilkynningu getur Síminn lokað fyrir þjónustuna tímabundið og opnað að nýju skildi búnaðarinn eða SIM-kortið finnast.
 • Óheimilt er að nota þjónustuna í sviksamlegum tilgangi eða misnota hana, s.s. með því að framkalla símtöl eða skilaboð með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu.
 • Viðskiptavin er óheimilt að gera nokkuð sem getur haft neikvæð áhrif á:

                    - Kerfi eða öryggi Símans

                    - Þjónustu, búnað eða öryggi viðskiptavina Símans, eða annara einstaklinga eða fyrirtækja

9. Áskriftarbreytingar

 • Um áskriftarbreytingar gilda sömu reglur og við nýskráningu. Viðskiptavinur fær allt sem fylgir nýrri áskriftarleið t.d. innifaldar mínútur eða aukið gagnamagn á þeim degi sem óskað er eftir breytingunni en byrjar að borga af nýrri þjónustuleið frá og með næstu mánaðarmótum.
 • Viðskiptavinur getur alltaf stækkað áskrift en minnkun á áskrift tekur ávallt gildi eftir mánaðarmót. Ekkert gjald er tekið fyrir slíka breytingu.

10. Greiðslur

 • Viðskiptavin ber að greiða fyrir alla notkun á þjónustunni, jafnvel þó einhver annar aðili hafi notað þjónustuna.
 • Sé þjónustan notuð erlendis gæti Síminn rukkað fyrir slíka notkun tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað.
 • Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna.

11. Uppsögn

 • Ákveði viðskiptavinur að segja upp þjónustu sinni hjá Símanum eða flytja hana annað greiðir hann fyrir þjónustuna út þann mánuð sem henni er sagt upp í. Að öðru leiti gilda ákvæði Almennra skilmála um uppsögn.

12. Breytingar á skilmálum

 • Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar  í samræmi við Almenna skilmála Símans og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma. Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og með sannanlegum hætti.

Skilmálarnir gilda frá 1. janúar 2020.

1.0

+
2.0

+
3.0

+
4.0

+
5.0

+
6.0

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+
+

Notkun í útlönd

Skilmálar
1.0

Almennt um notkun í útlöndum

+
2.0

Reiki í Evrópu

+
3.0

Þrenna og Frelsi í útlöndum

+
4.0

Ferðapakki

+
5.0

Útgáfa

+
6.0

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+
+

Frelsi, Þrenna og Krakkakort

Skilmálar

1.0 Almennt

 • Skilmálar þessir gilda fyrir fyrirframgreidda þjónustu sem Síminn kann að veita viðskiptavinum sínum. Almennir skilmálar gilda þar sem ákvæðum þessara sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara ganga framar.
 • Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma.

2.0 Nýskráning

 • Þegar viðskiptavinur pantar þjónustu fær hann afhent SIM-kort en afhending á slíku korti getur verið samdægurs. Þurfi að senda kortið með pósti getur biðtíminn verið allt að fimm virkir dagar. Upphaf þjónustunnar miðast við þann tíma þegar SIM-kort hefur verið virkjað í farsíma eða tæki viðskiptavinar. Stofni viðskiptavinur nýtt númer eða flytji eigið númer yfir til Símans frá öðru fjarskiptafyrirtæki fær hann þjónustuna og allt sem henni fylgir strax á þeim degi sem þjónustan verður virk.
 • Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með rafrænum eða skriflegum hætti.

3.0 Gildistími símanúmera í frelsi

 • Gildistími frelsisnúmera er 6 mánuðir frá síðustu áfyllingu á símanúmerið. Viðskiptavinur getur ávallt móttekið símtöl og SMS út þetta tímabil þrátt fyrir að inneign hafi klárast. Nýtt 6 mánaða tímabil hefst þegar fyllt er á frelsisnúmerið.
 • Ef 6 mánuðir líða frá síðustu áfyllingu verður símanúmer viðskiptavinar óvirkt og getur viðskiptavinur þá hvorki hringt né móttekið símtöl, notað netið eða sent skilaboð. Viðskiptavinur getur hins vegar hringt í þjónustuver Símans og í Neyðarlínuna.
 • Eftir að símanúmer verður óvirkt hefur viðskiptavinur 6 mánuði til að fylla á símanúmerið og endurvirkja það.
 • Fylli viðskiptavinur ekki á símanúmer sitt í 15 mánuði er símanúmerið aftengt og því úthlutað til nýrra viðskiptavina.

4.0 Krónuáfyllingar

 • Krónuáfyllingar fyrir frelsisnúmer gilda í 6 mánuði. Að þeim tíma liðnum eru eftirstöðvar hreinsaðar út. Kaupi viðskiptavinur nýja krónuáfyllingu innan þess tíma endurnýjast gildistíminn og verður aftur 6 mánuðir.
 • Krónuáfyllingar eru notaðar til að hringja símtöl, senda sms, nota netið, taka þátt í kosningum og hringja og senda sms í erlend númer, upplýsingaveitur og þjónustunúmer. Almenn verðskrá Símans gildir fyrir þessa notkun.
 • Ef engar aðrar áfyllingar eru til staðar á símanúmeri þá er krónuinneign notuð.
 • Hægt er að vera með mánaðarlega krónuáfyllingu sem fyllir á frelsið fyrir fasta upphæð í hverjum mánuði.
 • Hægt er að vera með sjálfvirka krónuáfyllingu sem fyllir á frelsið ef inneign fer undir 100 kr.  

5.0 Netáfyllingar

 • Netáfyllingar fyrir frelsisnúmer gilda í 31 dag. Að þeim tíma liðnum eru eftirstöðvar hreinsaðar út. Kaupi viðskiptavinur nýjan netpakka innan þess tíma endurnýjast gildistíminn og verður aftur 31 dagur
 • Hægt er að vera með mánaðarlega netáfyllingu.

6.0 Þrenna

 • Þrenna er fyrirframgreidd frelsisleið þar sem viðskiptavinur er gjaldfærður sjálfkrafa fyrir mánaðargjaldi þjónustunnar 5. hvers mánaðar, með greiðslukorti sem er skráð fyrir greiðslum.
 • Innifalið í mánaðargjaldi þjónustunnar eru endalausar mínútur, endalaus SMS og gagnamagn samkvæmt gildandi verðskrá á hverjum tíma. Endalausar mínútur og SMS gilda í 35 daga frá hverri greiðslu.  
 • Endalausar mínútur má einungis nýta þegar hringt er innanlands í talsíma og farsímakerfi innlendra símafyrirtækja. Endalaus SMS má nýta þegar SMS er sent í farsíma innanlands í gegnum kerfi innlendra símafyrirtækja.
 • Fyrir símnotkun aðra en þá sem er innifalin í mánaðargjaldi Þrennu getur viðskiptavinur keypt krónuáfyllingar. Önnur símnotkun er til að mynda símtöl til útlanda, símtöl í upplýsingaveitur og þjónustunúmer, SMS í erlend númer og kosningar. Almenn verðskrá Símans gildir fyrir þessa notkun.
 • Innifalið gagnamagn í Þrennu gildir í 62 daga frá hverri greiðslu en gildistími endurnýjast í hvert skipti sem gjaldfært er fyrir viðbótargagnamagn.
 • Í Þrennu er safnamagn sem þýðir að ef innifalið gagnamagn er ekki klárað á tímabilinu færist það á næsta mánuð.
 • Ef innifalið gagnamagn er að klárast getur viðskiptavinur keypt netáfyllingar.
 • Hægt er að vera með Þrennu í 10x þjónustunni, en aukið gagnamagn safnast ekki upp.
 1. Ef ekki tekst að gjaldfæra fyrir mánaðargjaldi Þrennu er reynt aftur 15 mínútum síðar og síðan á hverjum degi þar til gjaldfærsla tekst. Ef ekki næst að fylla á í samræmi við framangreinda lýsingu er gildistími farsímanúmersins 6 mánuðir frá síðustu gjaldfærslu áfyllingar, hvort sem hún var sjálfvirk eða framkvæmd af viðskiptavin. Ef sá tími hefur liðið verður inneign óvirk og viðskiptavinur getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þó getur viðskiptavinur alltaf hringt í 112 og þjónustuver Símans.
 • Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, 12 mánuðum eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin ef einhver er. Áskilur Síminn sér rétt til að aftengja þjónustuna að þeim tíma liðnum.

7.0 Krakkakort

 • Krakkakort innihalda endalausar mínútur, endalaus sms og 2 GB sem mánaðarlega eru lögð inn á frelsisnúmer.
 • Krakkakort eru með safnamagn sem þýðir að ef innifalið gagnamagn er ekki klárað innan mánaðarins færist það á næsta mánuð. Það gildir einnig um netáfyllingar sem keyptar eru til viðbótar. Netinneign eyðist því aldrei út á meðan frelsisnúmer er skráð sem Krakkakort.
 • Krakkakort eru í boði fyrir krakka yngri en 18 ára og stendur til boða með símanúmerum í áskrift eins og skilgreint er í verðskrá hverju sinni. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort.
 • Frelsisnúmer hættir að vera Krakkakort ef skilyrðin að ofan eru ekki lengur uppfyllt, ef frelsisnúmer fer í Þrennu eða ef beðið er um afskráningu úr Krakkakorti.
 • Ef frelsisnúmer hættir að vera skráð sem Krakkakort er hægt er hringja, senda SMS og nota innifalið gagnamagn í 31 dag frá síðustu áfyllingu.

8.0 Frelsi og Þrenna í útlöndum

 • Ef nota á frelsisnúmer í útlöndum þarf að skrá þau sérstaklega í útlandaþjónustu fyrir frelsi. Símanúmerið verður að vera skráð á íslenska kennitölu svo hægt sé að nota það í útlöndum.
 • Einstaklingar sem eru með gjaldfallna skuld við Símann geta hvorki skráð sig né gengið í ábyrgð fyrir útlandaþjónustu.
 • Einstaklingar 18 ára og eldri geta gengist í ábyrgð fyrir útlandanotkun frelsisviðskiptavina sem eru ekki orðnir 18 ára.
 • Frelsisáfyllingum hjá Símanum, öðrum en Þrennu, fylgir ekki innifalin notkun í EES löndum. Greitt er fyrir alla notkun í EES löndum samkvæmt almennri verðskrá Símans fyrir frelsi. Notkun sem fellur til í löndum utan EES er gjaldfærð samkvæmt almennri verðskrá Símans fyrir notkun í útlöndum.
 • Á meðan viðskiptavinur er staddur erlendis helst staða inneignar á Íslandi óhreyfð.
 • Viðskiptavinir Þrennu sem eru eldri en 18 ára eru sjálfkrafa skráðir í útlandaþjónustu.
 • Frelsisnúmer í Þrennu fá mánaðarlega endalausar mínútur, endalaus sms og 5 GB til afnota í EES löndum. Slíkt gagnamagn safnast þó ekki upp á milli mánaða.
 • Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er verður gjaldfært fyrir hvert MB sem viðskiptavinur notar samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni. Þegar viðskiptavinur kemur aftur til Íslands hefst aftur nýting á inniföldu gagnamagni í Þrennu.
 • Útlandanotkun er innheimt eftirá með símreikning.
 • Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir.
 • Frelsisnúmerum í útlandaþjónustu stendur til boða að kaupa Ferðapakka og nota hann í þeim löndum þar sem hann gildir.
 • Að öðru leyti gilda ákvæði skilmála um erlendis notkun fyrir fyrirframgreidda þjónustu.

9. 0 Gæði og virkni þjónustunnar

 • Síminn stefnir ávallt að því að bjóða upp á besta gæðastig sem völ er á. Í því felst að þjónustan sé aðgengileg á eins víðtæku svæði og kostur er og að viðskiptavinur geti notið allra þátta þjónustunnar með sem bestum hætti. Eðli þjónustunnar veldur því að Síminn getur ekki tryggt að þjónustan sé ávallt aðgengileg. Þættir sem geta haft áhrif á þjónustuna eru t.d. slæmt veðurfar, landfræðilegar aðstæður, byggingar með þykkjum veggjum, mikil notkun fólks á kerfi Símans, viðgerðir og viðhald á búnaði og fleiri þættir sem eru utan stjórnar Símans.
 • Þegar þjónustan er notuð erlendis er hún veitt yfir kerfi annara fjarskiptafyrirtækja og hefur Síminn því ekki stjórn á gæðum þjónustunnar og aðgengi að henni.
 • Komi upp bilanir á kerfi Símans mun Síminn laga vandamálið eins fljótt og auðið er.

10. Notkunarreglur

 • Viðskiptavinur ber ábyrgð á allri notkun SIM-korta sem Síminn kann að afhenda.
 • Telji þú að SIM-korti og/eða búnaði hafi verið stolið eða teljir hann týndan ber þér að hafa samband við Símann eins fljótt og auðið er. Með slíkri tilkynningu getur Síminn lokað fyrir þjónustuna tímabundið og opnað að nýju skildi búnaðarinn eða SIM-kortið finnast.
 • Óheimilt er að nota þjónustuna í sviksamlegum tilgangi eða misnota hana, s.s. með því að framkalla símtöl eða skilaboð með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu.
 • Viðskiptavin er óheimilt að gera nokkuð sem getur haft neikvæð áhrif á:

                 - Kerfi eða öryggi Símans

                - Þjónustu, búnað eða öryggi viðskiptavina Símans, eða annara einstaklinga eða fyrirtækja

11. Greiðslur

 • Viðskiptavin ber að greiða fyrir alla notkun á þjónustunni, jafnvel þó einhver annar aðili hafi notað þjónustuna.
 • Sé þjónustan notuð erlendis gæti Síminn rukkað fyrir slíka notkun tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað.
 • Eftir því sem við á gilda Almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna.

12. Breytingar á skilmálum

 • Síminn áskilur sér rétt til að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við Almenna skilmála Símans og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma. Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og sannanlegum hætti.

Skilmálarnir tóku gildi 1. janúar 2020.

1.0

+
2.0

+
3.0

+
4.0

+
5.0

+
6.0

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+