Sjónvarpsþjónusta Símans er þjónusta Símans hf. sem aðgengileg er viðskiptavinum í gegnum mismunandi spilara, n.t.t. smáforrit og myndlykil Símans, eða þeim miðlum sem Síminn ákveður á hverjum tíma. Viðskiptavinir hafa val um hvaða spilari er notaður til að nálgast þjónustuna hverju sinni, þó m.t.t. leiðbeininga Símans. Smáforritið er aðgengilegt í Google Play Store og í Apple App Store.