Síminn vinnur með nokkrar tegundir af kökum á vefsvæðum sínum, eins og nánar er lýst í töflu hér að neðan.
Sumar þeirra eru svokallaðar setukökur (e. session) á meðan aðrar eru viðvarandi kökur. Setukökur gera vefsvæðunum kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á vefsvæðinu og eyðast setukökur almennt þegar notandi fer af vefsvæðunum. Viðvarandi kökur vistast hins vegar á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notanda á vefsvæðunum.
Vefkökur eru ýmist fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur. Það ræðst af léni vefsvæðanna sem gerir vefkökuna hvort hún telst fyrstu- aðila eða þriðju-aðila vefkaka.
Þær vefkökur sem Síminn notar eru að hluta til nauðsynlegar svo unnt sé að nota vefsvæðin eins og til er ætlað og til að tryggja öryggi samskipta sem gæti farið fram í gegnum vefsvæðin. Slíkar vefkökur eru forsenda fyrir notkun á vefsvæðum Símans og byggir notkun þeirra því á lögmætum hagsmunum Símans.
Aðrar vefkökur sem Síminn gæti unnið með byggja á samþykki notanda, enda eru þær ekki unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna Símans eða eru forsenda fyrir notkun vefsvæðanna. Slíkar vefkökur gætu engu að síður auðveldað notendum vefsvæðanna að nota þau, t.d. varðandi stillingu tungumáls, og kann það að hamla virkni vefsvæðanna að einhverju leyti séu þær ekki samþykktar. Notkun á þriðju aðila kökum byggir jafnframt á samþykki notanda.
Þegar notandi heimsækir vefsvæðin í fyrsta skipti birtist borði þar sem notandi er beðinn um að samþykkja þær valfrjálsu vafrakökur sem vefsvæðin notast við. Það er hvenær sem er hægt að afturkalla það samþykki með því að loka á kökur á vefsvæðunum eða eyða þeim úr vafra notanda.
Hægt er að breyta stillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti vefkökum. Einnig er hægt að eyða vefkökum með einföldum hætti. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum flestra vafra, svo sem hér fyrir Internet Explorer eða hér fyrir Google Chrome.
Síminn notar vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum á vefsvæðum sínum (t.d. Google og YouTube). Þessir þriðju aðilar geta komið fyrir vefkökum í vöfrum notenda og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir á vefsvæðin.
Slíkar þjónustur eru einkum notaðar til að afla vitneskju um notkun á vefsvæðunum og greina hvaða efni fólk hefur áhuga á að skoða. Með þeim hætti getur Síminn betur aðlagað vefsvæðin að þörfum notenda.
Þær upplýsingar sem Síminn notar frá slíkum þriðju aðilum eru:
Nánari upplýsingar um hvernig þriðju aðilarnir nota vefkökur má nálgast á vefsíðum þeirra.
Kökur sem eru nauðsynlegar til að tryggja að öll virkni sé að virka sem skildi á vefnum.
Kökur sem eru notaðar til að greina hvernig notandinn er að hegða sér á tilheyrandi vef og meðhöndla þau gögn nafnlaust.
Markaðskökur eru notaðar til þess að skrá hegðun notandans í þeim tilgangi að geta sýnt þeim viðeigandi auglýsingarefni á vefsíðum þriðja aðila.