Með því að loka 2G og 3G getum við bætt þjónustu á 4G og 5G með skilvirkari notkun á kerfinu. Við höfum nú þegar kynnt VoLTE til leiks sem skilar auknum hljómgæðum símtala en þá fara símtölin yfir 4G og 5G kerfi Símans í stað 2G og 3G áður.
Þessi þróun er ekki einungis á Íslandi en mörg fjarskiptafélög erlendis eru nú þegar búin að slökkva á 2G og 3G. Því er mikilvægt á ferðalögum erlendis að hafa símtæki sem styður VoLTE og að það sé virkt í símtækinu því annars gætu komið upp vandamál tengd símtölum erlendis.
Við mælum með að kanna tímanlega hvort að símtækið þitt styðji 4G VoLTE. Ef ekki, þá bjóðum símtæki sem styðja 4G VoLTE á sérkjörum fyrir þig í vefverslun hér að neðan.
Ef þú ert með mjög gamalt simkort þá gæti þurft að skipta því út fyrir nýtt. Þú getur nálgast nýtt simkort í næstu verslun Símans eða hjá endursöluaðilum úti á landi.
Önnur tæki sem gætu verið að nota 2G og 3G og gæti þurft að uppfæra eru til dæmis öryggiskerfi, hlið í sumarbústaðnum, skynjarar og mælar, neyðarhnappar og svo framvegis.
Við mælum með að skoða hvaða lausnir eru í boði fyrir þig hjá sölu- eða þjónustuaðila þeirra tækja sem þessar breytingar gætu haft áhrif á.
Í einhverjum tilvikum er hægt að koma búnaði yfir á WiFi, hægt gæti verið að skipta um módem sem styður við nýrri tækni og í versta falli gæti þurft að skipta búnaði út.