Netöryggi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn nauðsynlegt í daglegum rekstri eins og í dag. Í kjölfar heimsfaraldurs fjölgaði netárásum og vefveiðum (e.phishing) og það verður seint sagt að þær beinist bara að stórfyrirtækjum. Öll nettengd tæki eru skotmark óþjóðalýðs sem reynir að skemma, stela eða kúga út fé.
Síminn býður upp á fjölda netvarna sem og ráðgjafar í þeim efnum og nú kynnum við nýja og öfluga eldveggja þjónustu til leiks fyrir viðskiptavini okkar.
Eldveggir í sinni einföldustu mynd tryggja að aðeins rétt netumferð flæði inn og út úr fyrirtæki þínu, önnur umferð er einfaldlega stöðvuð. Hann tryggir öryggi innra nets fyrirtækja og leyfir aðeins þeirri umferð sem á að komast til og frá tölvum og kerfum að komast í gegn.