Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í dag niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar yfir fjarskiptanet Vodafone.
Í niðurstöðu dómsins kom hins vegar fram að Símanum hafi borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu á sjónvarpsefni sínu yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptaneti dótturfélagsins Mílu. Síminn er ósammála þeirri niðurstöðu þar sem hún er í ósamræmi við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem undanþiggur skyldu til samningsgerðar við Gagnaveituna varðandi IPTV kerfi félagsins auk þess sem Síminn hefur samið við aðra aðila sem byggt hafa upp ljósleiðaranet víða á landinu. Síminn hefur ítrekað reynt að ná samningum um dreifingu á IPTV kerfi félagsins yfir fjarskiptanet GR og því kemur niðurstaða dómsins verulega á óvart.
Var stjórnvaldssekt sem lögð hafði verið á Símann lækkuð úr 9 í 7milljónum króna auk þess sem Póst- og fjarskiptastofnun var m.a. gert að greiða Símanum málskostnað.
Síminn hefur það til skoðunar að áfrýja niðurstöðu álsins til Landsréttar.