Ef þú ert að tengja beininn við ljósleiðara skal tengja netsnúru á milli ljósbreytu og rauða tengilsins á beini. Ekki þarf að tengja gráu símasnúruna yfir í veggtengil.
Tengdu símasnúru úr gráa hólfinu í veggtengil eða splitter ef hann er til staðar.
Tengdu straumbreytinn við beininn og settu í samband. Ýttu á rafmagnsrofann á beininum.
Wi-Fi upplýsingaspjald fylgdi með beininum þar sem fram kemur nafn á þráðlausa netinu og lykilorð.
Tengdu netsnúru úr tölvu eða myndlykli í eitt af gulu hólfunum.
Ef þú ert að tengja beininn við ljósleiðara skal tengja netsnúru á milli ljósbreytu og rauða tengilsins á beini. Ekki þarf að tengja gráu símasnúruna yfir í veggtengil.
Tengdu símasnúru úr gráa hólfinu í veggtengil eða splitter ef hann er til staðar.
Tengdu straumbreytinn við beininn og settu í samband. Ýttu á rafmagnsrofann á beininum.
Wi-Fi upplýsingaspjald fylgdi með beininum þar sem fram kemur nafn á þráðlausa netinu og lykilorð.
Tengdu netsnúru úr tölvu eða myndlykli í eitt af gulu hólfunum.
Ef þú vilt gera breytingar í stillingum tengir þú tölvu við beininn og ferð á slóðina 192.168.1.254. Til þess að gera breytingar þarf að skrá sig inn með notendanafni og aðgangskóða (Access Key). Notendanafnið er admin og aðgangskóðann geturðu séð á bakhlið beinis undir Access Key. Hægt er t.d. að breyta nafninu á þráðlausa netinu sem og lykilorði þess.
Heimasími tengdur við beini (VoIP)
Tengdu símasnúru úr heimasímanum yfir í annað græna hólfið á beininum. Næst þarf að virkja heimasímann og er það gert með því að hringja í númerið 800 5550.
Ef þú verður netlaus getur verið gott að endurræsa beininn. Ýttu á rafmagnsrofann og hafðu slökkt á beini í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur á beininum.