Ein mikilvægasta ákvörðunin við að setja upp WiFi beini er að ákveða hvar á að staðsetja hann. WiFi dregur illa gegnum veggi og gólf og það dregur verr eftir því sem veggurinn er þykkari og úr þéttara efni. Einnig getur staðsetning málmhluta og raftækja í kringum beinin haft áhrif á gæði WiFi.
Til að tryggja sem best WiFi samband skal hafa beininn í um eins metra hæð frá gólfi eða ofar og minnst hálfum metra frá stórum raftækjum eða húsgögnum úr málmi. WiFi virkar best þegar tæki sem tengjast eru í beinni sjónlínu við beininn. Best er að hafa beininn ofan á borði eða upp í hillu, ekki skal hafa beininn ofan í skúffu, inni í skáp eða bakvið sjónvarp þar sem það stórlega minnkar gæði WiFi.
Á stærri heimilum eða heimilum á fleiri en einni hæð er oft nauðsynlegt að bæta við auka WiFi mögnurum til að tryggja að WiFi sé sem best í öllum herbergjum heimilisins. Síminn býður upp á WiFi magnara til að auka drægni og gæði WiFi sambands.
Tengið netsnúru í bláa tengið aftan á beininum merkt WAN og hinn endann í ljósleiðaraboxið í tengi merkt Ethernet eða LAN 1.
Setjið straumbreytinn í samband við rafmagn og stingið hinum endanum í samband við tengið merkt Power aftan á netbeininum. Ýtið á svarta takkann merktur ON/OFF aftan á beininum til að kveikja á honum.
Framan á beininum eru ljós sem sýna stöðuna á honum.
Kveikt / Slökkt
ATH: Við eðlilegar aðstæður eiga fimm fyrstu ljósin, Power, Internet, 2.4GHz, 5GHz og WAN, að vera í gangi og blá að lit.
Beinirinn býður upp á tvær leiðir fyrir tæki til að tengjast við WiFi. Þær eru WPS takki eða að slá inn nafn og lykilorð þráðlausa netsins. Nafn og lykilorð WiFi netsins eru skráð á límmiða undir beininum.
Aftan á beininum er lítill svartur takki merktur Wi-Fi/WPS til að stjórna WiFi á beininum. Til að tengja tæki með WPS skal ýta stutt á takkan. WiFi ljósin 2.4GHGz og 5GHz byrja að blikka. Þá þarf að hefja WPS í tækinu sem á að tengja við wifi beinisins. Ef ekkert tæki hefur tengst eftir tvær mínútur hættir beinirinn að leita.
Athugið, ef WPS/Wi-Fi takkanum á beininum er haldið of lengi inni slekkur beinirinn á WiFi merkinu og slekkur þá á WiFi ljósunum. Til að kveikja aftur á WiFi ef það gerist skal halda takkanum aftur inni þar til það kveiknar aftur á WiFi ljósunum.
WiFi nafn og lykilorðið eru skráð á límmiða undir beininum. WiFi nafnið er merk sem SSID og lykilorðið er merkt sem Wireless Password/PIN. Lykilorðið er átta stafir að lengd.
Beinirinn hefur fjögur LAN tengi til að tengja tæki með Ethernet snúrum. Eitt tengið, LAN 4, styður hraða upp í 2500 Mb/s og hin þrjú styðja hraða upp í 1000 Mb/s.
Öll tengin fjögur er hægt að nota hvort sem er fyrir myndlykla, WiFi magnara eða önnur nettengt tæki.
Aftan á beininum eru tvö græn tengi fyrir heimasíma merkt PHONE 1 og 2. Hægt er að tengja síma í annaðhvort eða bæði tengin. Síma er best að tengja beint í tengin á beininum. Það á ekki að vera splitter eða smásía á milli símtækis og beinis.
Hægt er að breyta stillingum beinisins með því að nota appið Aginet frá TP Link sem er í boði í snjallsímum með Android og iOS stýrikerfum. Einnig er hægt að nota vefviðmót beinisins á slóðinni http://tplinkwifi.net/ eða http://192.168.0.1
Nauðsynlegt er að vera með símann/tölvuna tengda við beininn með WiFi eða netsnúru til að geta tengst honum.
Aftan á beininum er lítið gat merkt Reset sem hægt er að nota til að núllstilla beininn. Mjóum pinna er stungið inn og haldið þar inni í um 10 sekúndur. Power ljósið að framan byrjar að blikka þegar það má sleppa pinnanum.
PPPoE auðkenning er bara möguleg á beinum á netkerfi Mílu.
Ef þú missir óvænt netsamband þá getur verið gott að endurræsa netbeini og/eða WiFi Magnara. Ýttu á rafmagnsrofann og hafðu slökkt í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur.
Það er góð regla að samnýta aldrei lykilorð. Sterkt lykilorð á að vera að lágmarki átta stafir og innihalda bókstafi, tölustafi og tákn.
Til að hámarka öryggi tölva og snjalltækja, þá er mikilvægt að uppfæra hugbúnað, vírusvarnir og stýribúnað reglulega.