Tilbaka
Tilbaka

TP Link EX820v netbeinir

Í kassanum eru eftirfarandi hlutir

  • Beinir
  • Netsnúra
  • Straumbreytir
  • Uppsetningarleiðbeiningar á ensku

Staðsetning beinis

Ein mikilvægasta ákvörðunin við að setja upp WiFi beini er að ákveða hvar á að staðsetja hann. WiFi dregur illa gegnum veggi og gólf og það dregur verr eftir því sem veggurinn er þykkari og úr þéttara efni. Einnig getur staðsetning málmhluta og raftækja í kringum beinin haft áhrif á gæði WiFi.

Til að tryggja sem best WiFi samband skal hafa beininn í um eins metra hæð frá gólfi eða ofar og minnst hálfum metra frá stórum raftækjum eða húsgögnum úr málmi. WiFi virkar best þegar tæki sem tengjast eru í beinni sjónlínu við beininn. Best er að hafa beininn ofan á borði eða upp í hillu, ekki skal hafa beininn ofan í skúffu, inni í skáp eða bakvið sjónvarp þar sem það stórlega minnkar gæði WiFi.

Á stærri heimilum eða heimilum á fleiri en einni hæð er oft nauðsynlegt að bæta við auka WiFi mögnurum til að tryggja að WiFi sé sem best í öllum herbergjum heimilisins. Síminn býður upp á WiFi magnara til að auka drægni og gæði WiFi sambands.

Tengja við ljósleiðara

Tengið netsnúru í bláa tengið aftan á beininum merkt WAN og hinn endann í ljósleiðaraboxið í tengi merkt Ethernet eða LAN 1.

Setjið straumbreytinn í samband við rafmagn og stingið hinum endanum í samband við tengið merkt Power aftan á netbeininum. Ýtið á svarta takkann merktur ON/OFF aftan á beininum til að kveikja á honum.

Ljósin

Framan á beininum eru ljós sem sýna stöðuna á honum.

Power: 

Kveikt / Slökkt

Internet:

  • Blátt: Snúra tengd í WAN tengi og það er Internet samband
  • Rautt: Snúra tengd i WAN tengi en ekkert Internet samband
  • Slökkt: Ekkert Internet merki eða tækiðer stillt sem brú

2.4GHz

  • Kveikt: Kveikt á 2.4GHz WiFi merkinu+
  • Slökkt: Slökkt á 2.4 GHz WiFi merkinu

5GHz

  • Kveikt: Kveikt á 5 GHz WiFi merkinu
  • Slökkt: Slökkt á 5 GHz WiFi merkinu

WAN

  • Kveikt: Tæki tengt í WAN tengið
  • Slökkt: Ekkert tæki tengt í WAN tengið

LAN1-4

  • Kveikt Tæki tengt í LAN tengið
  • Slökkt Ekkert tæki tengt í LAN tengið

Phone

  • Kveikt: Símanúmer er innskráð
  • Blikkar hægt: Það eru vistuð skilaboð
  • Blikkar hratt: Síminn er að hringja
  • Slökkt: Símanúmer er ekki innskráð

USB

  • Kveikt: USB tæki er tilbúið til notkunar
  • Slökkt: Ekkert USB tæki er tengt í USB tengið

ATH: Við eðlilegar aðstæður eiga fimm fyrstu ljósin, Power, Internet, 2.4GHz, 5GHz og WAN, að vera í gangi og blá að lit.

Grænt ljós
Tenging komin á og allt virkar eðlilega
Rautt blikkandi ljós
Vandamál í uppsetningu á beini. Vinsamlegast hafðu samband við 550 6000.
Rafmagn komið á
Búnaðurinn hefur náð miðlægu sambandi
Wi-Fi virkar
Internet samband komið á
Heimasími virkjaður

Tengja myndlykla, tölvur og önnur tæki við netið með WiFi

Beinirinn býður upp á tvær leiðir fyrir tæki til að tengjast við WiFi. Þær eru WPS takki eða að slá inn nafn og lykilorð þráðlausa netsins. Nafn og lykilorð WiFi netsins eru skráð á límmiða undir beininum.

WPS leiðin

Aftan á beininum er lítill svartur takki merktur Wi-Fi/WPS til að stjórna WiFi á beininum. Til að tengja tæki með WPS skal ýta stutt á takkan. WiFi ljósin 2.4GHGz og 5GHz byrja að blikka. Þá þarf að hefja WPS í tækinu sem á að tengja við wifi beinisins. Ef ekkert tæki hefur tengst eftir tvær mínútur hættir beinirinn að leita.

Athugið, ef WPS/Wi-Fi takkanum á beininum er haldið of lengi inni slekkur beinirinn á WiFi merkinu og slekkur þá á WiFi ljósunum. Til að kveikja aftur á WiFi ef það gerist skal halda takkanum aftur inni þar til það kveiknar aftur á WiFi ljósunum.

WiFi nafn og lykilorð

WiFi nafn og lykilorðið eru skráð á límmiða undir beininum. WiFi nafnið er merk sem SSID og lykilorðið er merkt sem Wireless Password/PIN. Lykilorðið er átta stafir að lengd.

Tengja tæki við netið með Ethernet snúru.

Beinirinn hefur fjögur LAN tengi til að tengja tæki með Ethernet snúrum. Eitt tengið, LAN 4, styður hraða upp í 2500 Mb/s og hin þrjú styðja hraða upp í 1000 Mb/s.

Öll tengin fjögur er hægt að nota hvort sem er fyrir myndlykla, WiFi magnara eða önnur nettengt tæki.

Tengja Heimasíma

Aftan á beininum eru tvö græn tengi fyrir heimasíma merkt PHONE 1 og 2. Hægt er að tengja síma í annaðhvort eða bæði tengin. Síma er best að tengja beint í tengin á beininum. Það á ekki að vera splitter eða smásía á milli símtækis og beinis.

Ítarlegar stillingar

Breyta stillingum beinis

Hægt er að breyta stillingum beinisins með því að nota appið Aginet frá TP Link sem er í boði í snjallsímum með Android og iOS stýrikerfum. Einnig er hægt að nota vefviðmót beinisins á slóðinni http://tplinkwifi.net/ eða http://192.168.0.1

Nauðsynlegt er að vera með símann/tölvuna tengda við beininn með WiFi eða netsnúru til að geta tengst honum.

Núllstilla beini

Aftan á beininum er lítið gat merkt Reset sem hægt er að nota til að núllstilla beininn. Mjóum pinna er stungið inn og haldið þar inni í um 10 sekúndur. Power ljósið að framan byrjar að blikka þegar það má sleppa pinnanum.

1

2

3

4

5

6

Breyta WiFi nafni eða lykilorði

Aginet appið

  1. Veljið More á forsíðu appsins.
  2. Ýtið á WiFi Settings
  3. Ýtið á WiFi nafnið
  4. Setjið inn nýja WiFi nafnið og lykilorðið og ýtið á Save

Vefviðmót beinisins

  1. Opnið síðuna http://tplinkwifi.net/ eða http://192.168.0.1/ í vafra. Búið til lykilorð ef þarf og skráið ykkur inn.
  2. Ýtið á Wireless flipann til vinstri.
  3. Setjið inn nýtt WiFi nafn og lykilorð í reitina merkta Network Name (SSID) og Password.
  4. Ýtið á Save takkann.

Foreldrastýring

Aginet app

  1. Veljið Family neðst á forsíðunni í appinu.
  2. Ýtið á Create profile
  3. Skrifið inn nafn á prófílum, veljið aldur og ýtið á Next
  4. Veljið tækið sem á að stjórna og ýtið á Add
  5. Nú er stýringin virk, hægt að velja ítarlegri stillingar eins og hvaða efni á að stýra og hvenær stýring er virk.

Vefviðmót beinis

  1. Opnið síðuna http://tplinkwifi.net/ eða http://192.168.0.1/ í vafra. Búið til lykilorð ef þarf og skráið ykkur inn.
  2. Veljið Parental Controls flipan til vinstri
  3. Ýtið á Add
  4. Skrifið inn nafn á prófílin hjá Name
  5. Ýtið á plúsin merktur Add og veljið tæki sem á að stjórna og ýtið á Add
  6. Ýtið á Next
  7. Veljið aldur og hvernig efni á að loka á og ýtið á Next
  8. Veljið ítarlegri stillingar eins og daga sem stýringin er virk og fleira og ýtið á Save

DNS / Nafnaþjónar

Aginet app / Vefviðmót beinis

  1. Opnið síðuna http://tplinkwifi.net/ eða http://192.168.0.1/ í vafra. Búið til lykilorð ef þarf og skráið ykkur inn.
  2. Ýtið á Advanced, Network, LAN Settings
  3. Hægt er að setja inn IP tölu á nafnaþjóni/DNS þar við Primary DNS og Secondary DNS

PPP Auðkenning

PPPoE auðkenning er bara möguleg á beinum á netkerfi Mílu.

  1. Opnið síðuna http://tplinkwifi.net/ eða http://192.168.0.1/ í vafra. Búið til lykilorð ef þarf og skráið ykkur inn.
  2. Veljið Quick setup flipan ef hann opaðist ekki sjálfkrafa
  3. Haldið áfram yfir á skref númer 2, Internet setup, og breytið Internet Connection Type valmöguleikanum í PPPoE
  4. Sláið inn siminn í bæði Username og Password
  5. Ýtið á Next og haldið áfram með Quick Setup ferlið með sjálfgefnum gildum.

Vantar þig frekari aðstoð?

Ef þú missir óvænt netsamband þá getur verið gott að endurræsa netbeini og/eða WiFi Magnara. Ýttu á rafmagnsrofann og hafðu slökkt í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur.

Manstu lykilorðið?

Það er góð regla að samnýta aldrei lykilorð. Sterkt lykilorð á að vera að lágmarki átta stafir og innihalda bókstafi, tölustafi og tákn.

Ekki gleyma að uppfæra!

Til að hámarka öryggi tölva og snjalltækja, þá er mikilvægt að uppfæra hugbúnað, vírusvarnir og stýribúnað reglulega.

Hafðu samband
Þjónustuver 550 6000
Spjalla við Sísí
Vantar þig frekari aðstoð?