Tilbaka
Tilbaka

TP-Link HX710 WiFi Magnari

Betra net með WiFi Magnara

Á öllum stærri heimilum er mælt með skipulega uppsettum WiFi Mögnurum til að tryggja að gott og stöðugt þráðlaust net berist sem víðast um heimilið. Með WiFi mögnurum Símans verður allur WiFi búnaður heimilisins hluti af sama þráðlausa netinu sem deilir sama nafni og lykilorði. Öll tæki færast þannig sjálfkrafa á milli WiFi senda sem tryggir alltaf bestu mögulegu upplifun.

Hvað er í kassanum?

 • WiFi Magnari
 • Ethernet snúra
 • Straumbreytir

Tengja við TP-Link EX820v netbeini

Það eru nokkrar leiðir til að tengja WiFi magnarann við netbeininn: Með WPS takka, með snúru, í gegnum vefviðmót beinisins eða í gegnum Aginet appið.

Aginet appið

 1. Opnið appið og skráið ykkur inn
 2. Ýtið á plúsinn efst til hægri og veljið Add Agent
 3. Veljið Mesh Device
 4. Ýtið á veljið hæðir á húsinu eða veljið Next
 5. Setjið magnarann í samband og bíðið þar til ljósið blikkar blátt, veljið LED is flashing blue í appinu
 6. Þegar tækið er fundið ýtið á Add Selected Devices
 7. Veljið herbergi sem passar til að merkja magnarann í appinu
 8. Veljið Done og þá er búið að bæta magnaranum við

WPS

Byrjið á því að kveikja á tækjunum og bíða þar til þau hafa kveikt alveg á sér. WiFi ljósin á beininum eiga að vera í gangi og á magnaranum á ljósið að blikka blátt.

 1. Ýtið á WPS/Wi-Fi takkann aftan á beininum. Ýtið bara stutt á takkan og WiFi ljósin að framan byrja að blikka.
 2. Ýtið á WPS takkann framan á HX710 WiFi Magnaranum og bláa ljósið undir honum byrjar að blikka hraðar.
 3. Þegar tækin hafa tengst saman hætta WiFi ljósin á beininum að blikka og ljósið undir WiFi magnaranum verður stöðugt og hvítt á litinn. Það tekur tækin allt að tvær mínútur að parast.

Athugið, ef WPS/Wi-Fi takkanum á beininum er haldið of lengi inni slekkur beinirinn á WiFi merkinu og slekkur þá á WiFi ljósunum. Til að kveikja aftur á WiFi ef það gerist skal halda takkanum aftur inni þar til það kveiknar aftur á WiFi ljósunum.

Snúrutengja

 1. Tengið beinin og wifi magnaran saman með snúru. Veljið eitthvað LAN tengi, 1 til 4 á beininum og tengið í WAN/LAN tengið aftan á magnaranum.
 2. Kveikið á báðum tækjum og bíðið þar til þau eru komin í gang og búin að parast saman.
 3. Þegar tækin hafa tengst saman hætta WiFi ljósin á beininum að blikka og ljósið undir WiFi magnaranum verður stöðugt og hvítt á litinn. Það tekur tækin allt að fimm mínútur að kveikja á sér og parast.

Vefviðmót

 1. Tengið tölvu við beinin með WiFi eða með snúru.
 2. Opnið slóðina http://192.168.0.1/ eða http://tplinkwifi.net/ í vafra í tölvunni.
 3. Skráið ykkur inn. Í fyrsta skipti þarf að búa sér til lykilorð inn á beininn.
 4. Veljið Add Mesh Device
 5. Veljið Add By Scanning
 6. Veljið Scan for TP-Link Mesh Devices
 7. Þegar beinirinn finnur tækin sem þú ert að reyna að para saman hakaðu þá við þau í listanum sem birtist og ýtið á Add
 8. Ýtið á Finish þegar skilaboðin Device has been added successfully! Birtast.

Grænt ljós
Tenging komin á og allt virkar eðlilega
Rautt blikkandi ljós
Vandamál í uppsetningu á beini. Vinsamlegast hafðu samband við 550 6000.
Rafmagn komið á
Búnaðurinn hefur náð miðlægu sambandi
Wi-Fi virkar
Internet samband komið á
Heimasími virkjaður

1

2

3

4

5

6

Vantar þig frekari aðstoð?

Ef þú missir óvænt netsamband þá getur verið gott að endurræsa netbeini og/eða WiFi Magnara. Ýttu á rafmagnsrofann og hafðu slökkt í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur.

Manstu lykilorðið?

Það er góð regla að samnýta aldrei lykilorð. Sterkt lykilorð á að vera að lágmarki átta stafir og innihalda bókstafi, tölustafi og tákn.

Ekki gleyma að uppfæra!

Til að hámarka öryggi tölva og snjalltækja, þá er mikilvægt að uppfæra hugbúnað, vírusvarnir og stýribúnað reglulega.

Hafðu samband
Þjónustuver 550 6000
Spjalla við Sísí
Vantar þig frekari aðstoð?