Á öllum stærri heimilum er mælt með skipulega uppsettum WiFi Mögnurum til að tryggja að gott og stöðugt þráðlaust net berist sem víðast um heimilið. Með WiFi mögnurum Símans verður allur WiFi búnaður heimilisins hluti af sama þráðlausa netinu sem deilir sama nafni og lykilorði. Öll tæki færast þannig sjálfkrafa á milli WiFi senda sem tryggir alltaf bestu mögulegu upplifun.
ATH! Við mælum með að snúrutengja magnarann við beininn ef mögulegt er.
Að tengja magnara með snúru við netbeini býður upp á stöðugasta og hraðasta netsambandið og við mælum með þannig uppsetningu þar sem það er hægt.
Tengið ethernet snúru í samband við LAN tengi á netbeini og í LAN tengi á WiFi magnara.
Setjið WiFi magnarann í samband við rafmagn með straumbreytinum sem fylgir með í kassanum. Kveikið á WiFi magnaranum með takkanum á bakhliðinni. Það kemur hvítt ljós til vinstri framan á magnarann.
Gefið WiFi magnaranum 2 til 3 mínútur til að kveikja alveg á sér og parast við netbeininn. Eftir þann tíma eiga öll ljósin framan á WiFi magnaranum að vera stöðug og í gangi.
Eftir að magnari hefur verið paraður með snúru við netbeini er hægt að slökkva á honum, aftengja ethernet snúru frá netbeini, færa magnarann á annan stað og kveikja á honum aftur. Magnarinn mun tengja sig við áður paraðann netbeini þráðlaust ef snúran á milli þeirra er ekki tengd.
Tengið ethernet snúru í samband við LAN tengi á netbeini og í LAN tengi á WiFi magnara.
Setjið WiFi magnarann í samband við rafmagn með straumbreytinum sem fylgir með í kassanum. Kveikið á WiFi magnaranum með takkanum á bakhliðinni. Það kemur hvítt ljós til vinstri framan á magnarann.
Gefið WiFi magnaranum 2 til 3 mínútur til að kveikja alveg á sér og parast við netbeininn. Eftir þann tíma eiga öll ljósin framan á WiFi magnaranum að vera stöðug og í gangi.
Við mælum með að nota WiFi magnarana með svarta Sagemcom F5359 netbeininum. Ef þú hefur eldri gerð af netbeini getur þú haft samband við þjónustuver Símans til að athuga hvort þú getir uppfært í nýrri netbeini.
Hægt er að tengja WiFi magnarana við hvaða gerð af netbeini sem er ef það er LAN tengi til staðar á netbeininum. Magnarinn er þá tengdur við beininn með snúru.
Þegar WiFi magnari er tengdur við eldri netbeina þá afritast WiFi nafn og lykilorð netbeinis ekki yfir á magnarana. Þeir munu þá nota WiFi nafn og lykilorð sem er skráð undir fyrsta WiFi magnarann sem er settur upp. Þá mælum við með að nota bara WiFi frá mögnurunum og slökkva á WiFi sem netbeinirinn sendir frá sér
Ef setja á upp fleiri WiFi magnara þarf að para þá við þann magnara sem var fyrst settur upp. Hægt er að nota WPS til að tengja þráðlaust eða tengja þá samann með ethernetsnúru. WiFi nafn og lykilorð afritast af fyrsta magnaranum yfir á þá sem eru settir upp á eftir.
Ef þú missir óvænt netsamband þá getur verið gott að endurræsa netbeini og/eða WiFi Magnara. Ýttu á rafmagnsrofann og hafðu slökkt í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur.
Það er góð regla að samnýta aldrei lykilorð. Sterkt lykilorð á að vera að lágmarki átta stafir og innihalda bókstafi, tölustafi og tákn.
Til að hámarka öryggi tölva og snjalltækja, þá er mikilvægt að uppfæra hugbúnað, vírusvarnir og stýribúnað reglulega.