Áskrift

1. Almennt

 • Skilmálar þessir gilda um áskriftir yfir farsímanet sem Síminn veitir til einstaklinga (hér eftir þjónustan). Almennir skilmálar Símans gilda þar sem ákvæðum þessara sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.
 • Þjónustur sem falla undir skilmála þessa eru allar þær þjónustur sem eru í áskrift á farsímakerfum Símans
 • Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma.

2. Nýskráning

 • Þegar viðskiptavinur pantar þjónustu fær hann afhent SIM-kort en afhending á slíku korti getur verið samdægurs. Þurfi að senda kortið með pósti getur biðtíminn verið allt að fimm virkir dagar. Upphaf þjónustunnar miðast við þann tíma þegar SIM-kort hefur verið virkjað í farsíma eða tæki viðskiptavinar. Stofni viðskiptavinur nýtt númer eða flytji eigið númer yfir til Símans frá öðru fjarskiptafyrirtæki fær hann áskriftarleiðina og allt sem henni fylgir strax á þeim degi sem þjónustan verður virk. Viðskiptavinur byrjar að borga fyrir þjónustuna frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þjónustan er virkjuð.
 • Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með rafrænum eða skriflegum hætti.

3. Innifalin notkun þjónustu

 • Viðskiptavinir Símans hafa val um hvaða þjónustu þeir vilja kaupa. Þjónustugjald þeirrar áskriftarleiðar sem viðskiptavinur velur sér tekur mið af þeirri notkun sem er innifalin í leiðinni, t.d. innifaldar mínútur, SMS, gagnamagn, reiki (notkun erlendis)  o.fl. Síminn kann að þróa og bjóða upp á nýja tækni, eiginleika eða þjónustu sem viðskiptavinur getur bætt við áskriftarleið sína að kostnaðarlausu eða gegn gjaldi.
 • Innifalin notkun gildir fyrir einn mánuð í senn. Ónotað gagnamagn, SMS eða innifaldar mínútur færast því ekki yfir á næsta mánuð.
 • Viðskiptavinur kann að þurfa greiða sérstaklega fyrir símtöl í upplýsingaveitur og þjónustunúmer með yfirgjaldi, t.d. 1818, 1919, 900 nr. og önnur þjónustunúmer.

4. Gagnamagn

 • Gagnamagn getur verið innifalið í þeirri þjónustuleið sem viðskiptavinur velur, einnig getur gagnamagn verið gjaldfært í samræmi við almenna verðskrá þegar viðskiptavinur er í áskriftarleið sem hefur ekki innifalið gagnamagn.
 • Viðskiptavinur getur alltaf fylgst með notkun sinni á þjónustuvef Símans og í þjónustuforriti Símans fyrir snjalltæki (appinu).
 • Ef netnotkun nálgast innifalið gagnamagn áskriftarleiðar mun Síminn senda tilkynningu með SMS eða tölvupósti til viðskiptavinar. Fari viðskiptavinur yfir innifalið gagnamagn mun Síminn hægja á neti viðskiptavinar en á sama tíma bjóða honum að stækka áskriftarleið sína samkvæmt gildandi verðskrá.
 • Stækki viðskiptavinur áskriftarleið sína fær hann stækkunina án aukagjalds út þann mánuð sem óskað var eftir henni en greiðir næsta mánuð í samræmi við hina nýju leið.
 • Ákveði viðskiptavinur að aðhafast ekkert verður nethraði takmarkaður fram að næsta mánuði án aukakostnaðar.

5. Önnur notkun

 • Öll önnur notkun en sú sem er innifalin í keyptri áskriftarleið er skuldfærð á reikning viðskiptavinar sem honum er sendur mánaðarlega.
 • Viðskiptavinur getur fylgst með allri notkun sinni á þjónustuvef Símans.
 • Öll innifalin notkun þjónustuleiðar gildir út hvern mánuð sem greitt er fyrir þjónustuna. Innifalin símtöl, SMS eða gagnamagn sem viðskiptavinur hefur ekki nýtt, færast ekki yfir á næsta mánuð.
 • Allar upplýsingar um verð, aðra notkun og innifalda notkun þjónustuleiða má finna undir verðskrá

6. Aukanúmer með Áskrift

 • Heimilt er að tengja fjögur aukanúmer, þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort, við aðalnúmer í farsímaáskrift eða netáskrift sem samnýta gagnamagn með áskrift aðalnúmers.
 • Allir þeir aðilar sem hafa aukanúmer, þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer, og sá sem er með aðalnúmerið sjálft, geta fylgst með netnotkun áskriftar á þjónustuvefnum eða í Appinu.
 • Allir þeir aðilar sem hafa Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer geta fylgst með símanotkun Fjölskyldukortsins á þjónustuvefnum eða í Appinu en ekki aðalnúmers í áskrift. Aðalnúmer áskriftar sér ekki símanotkun Fjölskyldukorta nema hann sé rétthafi númersins.

7. Gæði og virkni þjónustunnar

 • Síminn stefnir ávallt að því að bjóða upp á besta gæðastig sem völ er á. Í því felst að þjónustan sé aðgengileg á eins víðtæku svæði og kostur er og að viðskiptavinur geti notið allra þátta þjónustunnar með sem bestum hætti. Eðli þjónustunnar veldur því að Síminn getur ekki tryggt að þjónustan sé ávallt aðgengileg. Þættir sem geta haft áhrif á þjónustuna eru t.d. slæmt veðurfar, landfræðilegar aðstæður, byggingar með þykkum veggjum, mikil notkun fólks á kerfi Símans, viðgerðir og viðhald á búnaði og fleiri þættir sem eru utan stjórnar Símans.
 • Þegar þjónustan er notuð erlendis er hún veitt yfir kerfi annara fjarskiptafyrirtækja og hefur Síminn því ekki stjórn á gæðum þjónustunnar og aðgengi að henni.
 • Komi bilanir upp á kerfi Símans mun Síminn laga vandamálið eins fljótt og auðið er.
 • Á Síminn.is getur þú séð áætlað aðgengi og upplýsingar um gæði sambands samkvæmt dreifikerfi Símans.

8. Notkunarreglur

 • Viðskiptavinur ber ábyrgð á allri notkun SIM-korta sem Síminn kann að afhenda.
 • Teljir þú að SIM-korti og/eða búnaði hafi verið stolið eða teljir hann týndan ber þér að hafa samband við Símann eins fljótt og auðið er. Með slíkri tilkynningu getur Síminn lokað fyrir þjónustuna tímabundið og opnað að nýju skildi búnaðarinn eða SIM-kortið finnast.
 • Óheimilt er að nota þjónustuna í sviksamlegum tilgangi eða misnota hana, s.s. með því að framkalla símtöl eða skilaboð með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu.
 • Viðskiptavin er óheimilt að gera nokkuð sem getur haft neikvæð áhrif á:

                    - Kerfi eða öryggi Símans

                    - Þjónustu, búnað eða öryggi viðskiptavina Símans, eða annara einstaklinga eða fyrirtækja

9. Áskriftarbreytingar

 • Um áskriftarbreytingar gilda sömu reglur og við nýskráningu. Viðskiptavinur fær allt sem fylgir nýrri áskriftarleið t.d. innifaldar mínútur eða aukið gagnamagn á þeim degi sem óskað er eftir breytingunni en byrjar að borga af nýrri þjónustuleið frá og með næstu mánaðarmótum.
 • Viðskiptavinur getur alltaf stækkað áskrift en minnkun á áskrift tekur ávallt gildi eftir mánaðarmót. Ekkert gjald er tekið fyrir slíka breytingu.

10. Greiðslur

 • Viðskiptavin ber að greiða fyrir alla notkun á þjónustunni, jafnvel þó einhver annar aðili hafi notað þjónustuna.
 • Sé þjónustan notuð erlendis gæti Síminn rukkað fyrir slíka notkun tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað.
 • Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna.

11. Uppsögn

 • Ákveði viðskiptavinur að segja upp þjónustu sinni hjá Símanum eða flytja hana annað greiðir hann fyrir þjónustuna út þann mánuð sem henni er sagt upp í. Að öðru leiti gilda ákvæði Almennra skilmála um uppsögn.

12. Breytingar á skilmálum

 • Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar  í samræmi við Almenna skilmála Símans og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma. Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og með sannanlegum hætti.

Skilmálarnir gilda frá 1. janúar 2020.

1.0

2.0

3.0

4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.